Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 20:12 Hákon Arnar í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira