Skoða að kæra útgáfu virkjanaleyfis fyrir Búrfellslund Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. ágúst 2024 10:19 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélagið sitja uppi með öll neikvæð áhrif virkjunarinnar og engin jákvæð. Stöð 2/Sigurjón Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir sveitarfélögin á áhrifasvæði fyrirhugaðs vindmyllugarðs í Búrfellslundi verða fyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni af framkvæmdunum og segir ákvörðun munu verða tekna um hvort kæra eigi útgáfu Orkustofnunar á virkjanaleyfi á næstu sveitarstjórnarfundum. Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“ Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Síðasta mánudag gaf Orkustofnun út virkjanaleyfi fyrir Búrfellslundi þar sem fyrsta vindorkuver landsins á að rísa. Vindmyllurnar munu ná allt að 150 metra upp í loft sem er næstum tvöföld hæð Hallgrímskirkjuturns. Virkjanaleyfið er háð framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórn Rangárþings ytra en innviðir raforkukerfisins eru staðsettir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þó svo að ekki hafi verið sótt um að setja Búrfellslund í skipulag hreppsins, að sögn Haraldar. Haraldur segir sveitarstjórn Rangárþings nú standa frammi fyrir þeirri staðreynd að veiti hún framkvæmdaleyfi fyrir Búrfellslundi verði hún fyrir beinu fjárhagslegu tjóni þar sem tekjur af fasteignagjöldum Búrfellslundar orsaki skerðingar frá framlögum jöfnunarsjóðs sem nemur tugum milljóna. „Það er búið að fara fram fjárhagsleg greining sem sýnir fram á það að lagaumgjörðin á orkumannvirkjum á Íslandi að ávinningurinn er ekki þar sem orkumannvirkin eru. Hann er bara þar sem orkan er notuð,“ segir Haraldur í samtali við fréttastofu. Tuga milljóna tekjutap Yrðu tekjur Rangárþings ytra af fasteignagjöldum 50 milljónir á ári verða árlegar skerðingar jöfnunarsjóðs um 53,5 milljónir miðað við síðasta ár og árlegt fjárhagslegt tap 3,5 milljónir. Það nemur 87,5 milljóna tap Rangárþings ytra á 25 ára líftíma Búrfellslundar, að sögn Haraldar. Hann segir jafnframt að Skeiða- og Gnúpverjahreppur sé í óvanalegri stöðu. Skýrt komi fram í umhverfismati Búrfellslundar að framkvæmdasvæði og áhrifasvæði Búrfellslundar sé í báðum sveitarfélögum þrátt fyrir að ekkert samráð hafi verið við sveitarstjórn. „Þetta er skrítin staða og það er ekki verið að hlusta á okkur.“ Öll neikvæðu áhrifin og engin góðu Hann segir sveitarfélögin á áhrifasvæði Búrfellslundar, nefnilega þau áðurnefndu ásamt Ásahreppi, munu sitja uppi með öll neikvæðu umhverfisáhrif virkjunarinnar sem og fjárhagslega tapið. Erlendir sérfræðingar muni reka Búrfellslund og því muni hann heldur ekki skila neinum staðbundnum störfum í nærumhverfinu og engum útsvarstekjum. „Nú þurfum við að vega og meta á næstu 30 dögum hvort við munum kæra útgáfu virkjanaleyfisins. Það er í skoðun og verður til umfjöllunar á næstu tveimur fundum í sveitarstjórn,“ segir Haraldur og bætir við að ákvörðun muni liggja fyrir í byrjun septembermánuðar. „Það er lögbundið hlutverk okkar að gæta hagsmuna íbúa sveitarfélagsins og sú umgjörð sem okkur er boðið upp á í dag hún einfaldlega stenst ekki sveitarstjórnarlög. Stórframkvæmdir sem eru ávkarðaðar af Alþingi sem skila engum tekjum eða ávinningi í nærumhverfið, þær skaða nærumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við: „Við erum ekki sátt við stöðuna eins og hún er.“
Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Ásahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira