Nýfæddir tvíburar létust í sprengjuárás á meðan faðirinn brá sér frá Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. ágúst 2024 23:31 Palestínski faðirinn syrgir dauða barna sinna með fæðiingarvottorðin í höndum sínum. Ap/Abdel Kareem Hana Nýfæddir tvíburar og móðir þeirra eru á meðal þeirra sem létust í sprengjuárás Ísraela á Gaza í vikunni. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný á morgun. Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Þegar palestínskur faðir brá sér frá til að láta skrá fæðingu tvíbura sinna í gærmorgun hæfði sprengja íbúðarhúsnæði sem fjölskyldan hafði komið sér fyrir í eftir að hafa flúið heimili sitt. „Konan mín fæddi börnin í fyrradag. Mér gafst ekki tími til að fagna þeim. Börnin voru tekin með keisaraskurði og hún var enn þreytt og gat ekki gengið,“ segir Mohamed Abuel-Qomasan, íbúi á Gaza. Fjögurra daga gamlir tvíburarnir sem voru drengur og stúlka létu lífið ásamt móður sinni og ömmu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag vegna loftárásar Ísraelshers á skóla í Gaza-borg um helgina. Þar létust hátt í hundrað sem höfðu leitað þar skjóls og þar á meðal fjöldi barna. Sautján og þar af fimm börn létust í annarri árás í nótt. Beri skylda til að vernda óbreytta borgara Fulltrúi Bandaríkjanna lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna mannfalls óbreyttra borgara. „Við höfum lýst áhyggjum okkar við Ísraelsmenn. Þeir sögðust hafa beint árásinni að háttsettum foringjum Hamas og palestínskum stríðsmönnum en engu að síður ber þeim skylda til að gera allt sem hægt er, samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum, til að vernda óbreytta borgara. Við syrgjum alla óbreytta borgara sem týndu lífi sínu í þessum hræðilega atburði og í þessum átökum,“ sagði Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Um fjörutíu þúsund farist Nærri fjörutíu þúsund Palestínumenn hafa nú látist í átökunum samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Viðræður um vopnahlé eiga að hefjast á ný í Katar á morgun og vonir eru bundnar við lausn sem dragi úr spennu í Mið-Austurlöndum. „Ég fagna viðleitni Egypta, Katara og Bandaríkjamanna til að fá báða aðilana til að semja um vopnahlé, lausn gísla og bráðnauðsynlega mannúðaraðstoð,“ sagði Rosemary DiCarlo, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Ísrael Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira