Er Helguvík ein af stærstu ruslakistum Íslands? Margrét S. Þórólfsdóttir, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir og Þórólfur J. Dagsson skrifa 15. ágúst 2024 10:00 Fyrisögn þessarar greinar væri gott rannsóknarverkefni sem rannsóknar eða lokaverkefni hjá nemum sem eru að útskrifast í vist og eða í umhverfismennt frá Háskólum á Íslandi. Fyrir okkur sem leikmönnum og íbúum í Reykjanesbæ þá gæti þessi tilgáta átt mikið rétt á sér. Hér áður fyrr fóru kennarar í barnaskólanum í Keflavík gjarnan með nemendur í vettvangsferð á slóðir gula vitans s.s í Helguvík til að virða fyrir sér náttúruna þó svo að þarna væri enginn sælureitur heldur fjölskrúðugt fuglalíf og frábært útsýni í allar áttir. Í dag þegar hægt er að keyra á þessar slóðir og þá blasir við manni rusl og niðurníddar byggingar sem tala sínu máli sem hálfgert ef ekki algjört umhverfisslys. Þarna hafa hvert misheppnað ævintýrið hjá peningaöflunum átt sér stað en enginn lært af þeim mistökum miðað við síðasta ævintýrið sem átti sér stað í skjóli nætur og íbúar voru ekki vel upplýstir um það. Fólk hugsar ,,nei ekki aftur”. Nú hefur fyrirtækið Carbfix sem dælir niður CO2 á Hellisheiði fært sig yfir til Helguvíkur og er búið að dæla niður þar 1000 tonnum af CO2 í tilraunaskyni. En afhverju Helguvík? Eru þeir ekki búnir að vera með niðurdælingar síðan 2012 frá Hellisheiðarvirkjun á Hellisheiði. Er það bara ekki nóg fyrir þetta fyrirtæki að sjá um Hellisheiðina? Af hverju að sækjast eftir því að taka við CO2 erlendis frá? Er það útfrá umhverfissjónarmiðum eins og þeir segja eða er það gróða peninga von sem stýrir för? Þá eru eldgos og jarðhræringar tíður gestur hér á svæðinu sem gerir það að verkum að bæjarfélögin á Suðurnesjum hafa þurft að bora eftir vara vatnsbóli sem og að leita að lághita borholum ef við lendum í því að missa hitaveituna okkar í Svartsengi undir hraun. Þá veldur þessi niðurdæling á CO2 miklum áhyggjum og er verulegur áhættuþáttur hvað varðar þá grunnþætti að hafa hreint drykkjarvatn og heitt vatn til húshitunar. Erum við eða ætlum við hér á svæðinu að taka þá áhættu? Var búið að dæla niður CO2 í Helguvík þegar stóru skjálftarnir í nóvember gengu yfir? Samkvæmt IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) er veruleg hætta á að CO2 niðurdæling á jarðskjálftasvæðum sé ávísun á að CO2 leki aftur út í andrúmsloftið þar sem skjálftavirkni getur haft áhrif á stöðugleika CO2 geymslu og ætti því að vera hluti af ítarlegra umhverfismati fyrir slík verkefni. Í ljósi virkrar jarðfræðilegrar stöðu svæðisins er því mikilvægt að jarðskjálftahætta sé vandlega metin. Í samræmi við 9. gr reglugerðar nr. 1430/2022 um geymslu koldíoxíðs í jörðu skal ,,Umhverfisstofnun gera umsóknir um leyfi aðgengilegar Eftirlitsstofnun EFTA innan mánaðar frá því að umsóknir berast. Jafnframt skulu drög að starfsleyfi gerð aðgengileg stofnuninni sem er heimilt að gefa út óbindandi álit á drögum að starfsleyfi”. Hefur þetta verið gert? Hver hefur umsjón og tilkynnir um leka ef hann kemur upp? Eftir því sem 12. grein sömu reglugerðar segir kemur það í hlutverk viðkomandi fyrirtækis að tilkynna leka og vakta sig sjálft og tilkynna það svo til Umhverfisstofnunar? Þetta er alveg eins og Stakksberg sá um að tilkynna mengun og vaktaði sjálft sig. Er þetta til þess fallandi að íbúar beri traust á þessu verkefni frekar en verkefni kísilverksmiðjunar. Lítið sem ekkert hefur heyrst um þetta mál nema mynd af bæjarstjórn við bláan skipagám merktum Carbfix, enginn upplýsingafundur fyrir íbúa bæjarins um þetta verkefni. Bæjarstjórnin hefur þagað, fulltrúar stjórnmálaflokka í bæjarstjórninni hafa þagað. Í kosningabaráttunni í síðustu kosningum var mikið talað um íbúalýðræði og opna stjórnsýslu. Þá aðallega til að annað Kísilvers ævintýri næði ekki flugi og voru allir flokkar á því að mengandi stóriðja væri ekki ásættanleg í túnfæti Reykjanesbæjar. Voru þessi orð aðeins til þess að veiða atkvæði því ekki hefur maður dottið um upplýsingar hvað varðar þetta Carbfix verkefni né niðurdælingu á CO2 við bæjardyrnar. Bæjarstjórn talar um að Helguvík og svæðið í kringum hana sé áætlað til matvælaframleiðslu og var ekki búið að gera samning með vistvæna ræktun í Álversbyggingunni? Er Vatnsnesið ekki víkjandi á skipulagi sveitarfélagsins þar sem iðnaðar og matvæla framleiðsla fer fram og því breytt í íbúðabyggð? Áttu fyrirtækin á Vatnsnesinu ekki að flytjast til Helguvíkur? Er það ekki bara óraunverulegur draumur meðan Helguvík og svæðið kringum hana er mjög sláandi dæmi með grotnandi kísilvers verksmiðju og umgengni í ólestri hvert sem litið er, þegar tekið er á móti verkefnum sem aðrir út í hinum stóra heimi neita að taka við en senda til annarra landa. Nú er Ísland og Hawaii með svipaðan jarðveg af hverju eru þeir ekki að bítast um þetta verkefni eins og við? Og af hverju er þessu ekki dælt niður í upprunalandinu frekar en að sigla með þetta langar leiðir á stórum tankskipum sem brenna nokkrum tonnum af olíu í þeirri skipaferð. Hversu umhverfisvænt er það. Okkur finnst vera komin tími til það að bæjarstjórn Reykjanesbæjar haldi íbúafund þar sem öllum þeim spurningum sem brennur á íbúum um þetta verkefni verði svarað. Einnig að Umhverfisstofnun svari þeim spurningum sem þeir hafa fengið sent í erindi frá okkur. Eins og máltækið segir ,,Brennt barn forðast eldinn” ekki annað Kísilvers fíaskó í Helguvík. Höfundar sitja í stjórn Andstæðinga stóriðju í Helguvík (ASH). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrisögn þessarar greinar væri gott rannsóknarverkefni sem rannsóknar eða lokaverkefni hjá nemum sem eru að útskrifast í vist og eða í umhverfismennt frá Háskólum á Íslandi. Fyrir okkur sem leikmönnum og íbúum í Reykjanesbæ þá gæti þessi tilgáta átt mikið rétt á sér. Hér áður fyrr fóru kennarar í barnaskólanum í Keflavík gjarnan með nemendur í vettvangsferð á slóðir gula vitans s.s í Helguvík til að virða fyrir sér náttúruna þó svo að þarna væri enginn sælureitur heldur fjölskrúðugt fuglalíf og frábært útsýni í allar áttir. Í dag þegar hægt er að keyra á þessar slóðir og þá blasir við manni rusl og niðurníddar byggingar sem tala sínu máli sem hálfgert ef ekki algjört umhverfisslys. Þarna hafa hvert misheppnað ævintýrið hjá peningaöflunum átt sér stað en enginn lært af þeim mistökum miðað við síðasta ævintýrið sem átti sér stað í skjóli nætur og íbúar voru ekki vel upplýstir um það. Fólk hugsar ,,nei ekki aftur”. Nú hefur fyrirtækið Carbfix sem dælir niður CO2 á Hellisheiði fært sig yfir til Helguvíkur og er búið að dæla niður þar 1000 tonnum af CO2 í tilraunaskyni. En afhverju Helguvík? Eru þeir ekki búnir að vera með niðurdælingar síðan 2012 frá Hellisheiðarvirkjun á Hellisheiði. Er það bara ekki nóg fyrir þetta fyrirtæki að sjá um Hellisheiðina? Af hverju að sækjast eftir því að taka við CO2 erlendis frá? Er það útfrá umhverfissjónarmiðum eins og þeir segja eða er það gróða peninga von sem stýrir för? Þá eru eldgos og jarðhræringar tíður gestur hér á svæðinu sem gerir það að verkum að bæjarfélögin á Suðurnesjum hafa þurft að bora eftir vara vatnsbóli sem og að leita að lághita borholum ef við lendum í því að missa hitaveituna okkar í Svartsengi undir hraun. Þá veldur þessi niðurdæling á CO2 miklum áhyggjum og er verulegur áhættuþáttur hvað varðar þá grunnþætti að hafa hreint drykkjarvatn og heitt vatn til húshitunar. Erum við eða ætlum við hér á svæðinu að taka þá áhættu? Var búið að dæla niður CO2 í Helguvík þegar stóru skjálftarnir í nóvember gengu yfir? Samkvæmt IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) er veruleg hætta á að CO2 niðurdæling á jarðskjálftasvæðum sé ávísun á að CO2 leki aftur út í andrúmsloftið þar sem skjálftavirkni getur haft áhrif á stöðugleika CO2 geymslu og ætti því að vera hluti af ítarlegra umhverfismati fyrir slík verkefni. Í ljósi virkrar jarðfræðilegrar stöðu svæðisins er því mikilvægt að jarðskjálftahætta sé vandlega metin. Í samræmi við 9. gr reglugerðar nr. 1430/2022 um geymslu koldíoxíðs í jörðu skal ,,Umhverfisstofnun gera umsóknir um leyfi aðgengilegar Eftirlitsstofnun EFTA innan mánaðar frá því að umsóknir berast. Jafnframt skulu drög að starfsleyfi gerð aðgengileg stofnuninni sem er heimilt að gefa út óbindandi álit á drögum að starfsleyfi”. Hefur þetta verið gert? Hver hefur umsjón og tilkynnir um leka ef hann kemur upp? Eftir því sem 12. grein sömu reglugerðar segir kemur það í hlutverk viðkomandi fyrirtækis að tilkynna leka og vakta sig sjálft og tilkynna það svo til Umhverfisstofnunar? Þetta er alveg eins og Stakksberg sá um að tilkynna mengun og vaktaði sjálft sig. Er þetta til þess fallandi að íbúar beri traust á þessu verkefni frekar en verkefni kísilverksmiðjunar. Lítið sem ekkert hefur heyrst um þetta mál nema mynd af bæjarstjórn við bláan skipagám merktum Carbfix, enginn upplýsingafundur fyrir íbúa bæjarins um þetta verkefni. Bæjarstjórnin hefur þagað, fulltrúar stjórnmálaflokka í bæjarstjórninni hafa þagað. Í kosningabaráttunni í síðustu kosningum var mikið talað um íbúalýðræði og opna stjórnsýslu. Þá aðallega til að annað Kísilvers ævintýri næði ekki flugi og voru allir flokkar á því að mengandi stóriðja væri ekki ásættanleg í túnfæti Reykjanesbæjar. Voru þessi orð aðeins til þess að veiða atkvæði því ekki hefur maður dottið um upplýsingar hvað varðar þetta Carbfix verkefni né niðurdælingu á CO2 við bæjardyrnar. Bæjarstjórn talar um að Helguvík og svæðið í kringum hana sé áætlað til matvælaframleiðslu og var ekki búið að gera samning með vistvæna ræktun í Álversbyggingunni? Er Vatnsnesið ekki víkjandi á skipulagi sveitarfélagsins þar sem iðnaðar og matvæla framleiðsla fer fram og því breytt í íbúðabyggð? Áttu fyrirtækin á Vatnsnesinu ekki að flytjast til Helguvíkur? Er það ekki bara óraunverulegur draumur meðan Helguvík og svæðið kringum hana er mjög sláandi dæmi með grotnandi kísilvers verksmiðju og umgengni í ólestri hvert sem litið er, þegar tekið er á móti verkefnum sem aðrir út í hinum stóra heimi neita að taka við en senda til annarra landa. Nú er Ísland og Hawaii með svipaðan jarðveg af hverju eru þeir ekki að bítast um þetta verkefni eins og við? Og af hverju er þessu ekki dælt niður í upprunalandinu frekar en að sigla með þetta langar leiðir á stórum tankskipum sem brenna nokkrum tonnum af olíu í þeirri skipaferð. Hversu umhverfisvænt er það. Okkur finnst vera komin tími til það að bæjarstjórn Reykjanesbæjar haldi íbúafund þar sem öllum þeim spurningum sem brennur á íbúum um þetta verkefni verði svarað. Einnig að Umhverfisstofnun svari þeim spurningum sem þeir hafa fengið sent í erindi frá okkur. Eins og máltækið segir ,,Brennt barn forðast eldinn” ekki annað Kísilvers fíaskó í Helguvík. Höfundar sitja í stjórn Andstæðinga stóriðju í Helguvík (ASH).
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun