Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 16:02 Þjóðgarðsvörður segist vera miður sín. Aðsend Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún. Þjóðgarðar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira
Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún.
Þjóðgarðar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Sjá meira