Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 16:02 Þjóðgarðsvörður segist vera miður sín. Aðsend Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún. Þjóðgarðar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún.
Þjóðgarðar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira