Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist ekki átta sig á gagnrýni formanns VG. Vísir/Vilhelm Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent