Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2024 20:05 Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, sem segir alla velkomna í afmælið í Borgarnesi á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Verslun Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira