Ímyndaðu þér að þú sért átján ára stúlka... Stella Samúelsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 12:01 Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért 18 ára stúlka. Þú býrð í Súdan, þriðja stærsta ríki Afríku, og þó að átök hafi verið viðvarandi í landinu nánast allt þitt líf, þá hefur líf þitt samt verið nokkuð eðlilegt. Þú sækir skóla, hittir vinkonur þínar í frítíma þínum og leggur drög að framtíðaráformum þínum. Þann 15. apríl 2023 umturnast líf þitt. Ný hrina átaka brýst út og í þetta sinn eru átökin gríðarlega hörð. Skelfingu lostin heldur þú þig innan dyra – of óttaslegin við að fara út, því sögur um að hermenn beiti konur skelfilegu ofbeldi hafa náð eyrum þínum. En það dugir ekki til. Dag einn er barið að dyrum og fyrir utan standa nokkrir hermenn. Þeir ryðjast inn og þegar þeir átta sig á því að þú sért ein heima, beina þeir byssu að þér og nauðga þér, hver á eftir öðrum. Þeir halda þér fanginni í húsinu í fjóra daga. Þegar hermennirnir yfirgefa loks heimilið tekst þér, með hjálp nágranna þinna að flýja til vinkonu þinnar sem býr í öruggari hluta borgarinnar. Skömmin og óttinn er þó svo mikill að þú treystir aðeins einni manneskju fyrir því ofbeldi sem þú hafðir orðið fyrir - vinkonu sem býr utan Súdan. Hún sendir þér peninga og ráðleggur þér að yfirgefa borgina sem fyrst. Nokkrum mánuðum eftir að þú leggur á flótta og hefur fundið skjól í flóttamannabúðum verður þú fyrir öðru áfalli. Þú ert orðin barnshafandi. Nú ertu 18 ára stúlka sem tekst ekki aðeins á við sálrænar og líkamlegar afleiðingar hrottalegs ofbeldis, heldur býrðu í flóttamannabúðum og ert barnshafandi án aðgengis að viðeigandi læknishjálp og fullnægjandi næringu. Þessi saga er sönn. Rúmt ár er liðið frá upphafi blóðugra átaka í Súdan, þar sem Súdansher (SAF) og Rapid Support Forces (RSF) berjast um völdin. Milljónir eru á flótta í landinu (e. Internally displaced people), 70% þeirra eru konur og börn og meira en 24 milljónir eru í mjög brýnni þörf fyrir neyðaraðstoð. Sífellt fleiri búa við langvarandi matarskort og hefur aðstæðum í Súdan verið lýst sem einni stærstu mannúðarkrísu heims í dag. Þá hefur fregnum um að stríðandi fylkingar beiti nauðgunum sem stríðsvopni haldið áfram að fjölga. Þrátt fyrir þessa miklu neyð hefur aðeins örlítið brot af því fjármagni sem þarf í neyðaraðstoð fengist og því hefur stríðið í Súdan stundum verið kallað gleymda stríðið. Þess vegna hefur UN Women á Íslandi ákveðið að FO-herferðin 2024 verði til styrktar konum og stúlkum í Súdan. Hvað gerir UN Women í Súdan? Verkefni UN Women í Súdan hafa breyst með tilkomu stríðsins og miðast að mestu leyti núna að því að veita kvenmiðaða mannúðar- og neyðaraðstoð. Meðal þess sem UN Women gerir í Súdan er að: • Veita þolendum ofbeldis aðgengi að þjónustu í samstarfi við súdönsk félagasamtök. • Vinna að því að koma upp one-stop-miðstöðvum fyrir konur og stúlkur á flótta. • Skrásetja og afla gagna um kynbundið ofbeldi svo hægt sé að sækja málin til saka á síðari tímum. • Bera kennsl á konur og stúlkur í viðkvæmri stöðu svo hægt sé að ábyrgjast að þær hljóti aðgang að mat og nauðsynjum. • Þjálfa starfsfólk félagasamtaka sem veita aðstoð til flóttafólks til að vinna bug á „men and boys first“ hugarfarinu. • Bera kennsl á konur með leiðtogahæfileika, efla þær og þjálfa upp í samningaviðræðum. Þetta er hægt að nýta þegar verið er að semja um frið, fjármagn og aðrar lausnir í samfélagslegri uppbyggingu landsins. Með fjármagninu sem safnast í gegnum FO herferðina verður m.a. hægt að veita þolendum kynbundins ofbeldis nauðsynlega þjónustu og styðja við konur og stúlkur á flótta. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun