Innlent

Samgöngusáttmáli, Menningar­nótt og ó­keypis skóla­bækur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við innviðaráðherra um uppfærðan samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem ræddur var í ríkisstjórninni í morgun. 

Þá fræðumst við um hvað verður í boði fyrir menningarþyrsta íbúa höfuðborgarsvæðisins um næstu helgi þegar hin árlega menningarnótt fer fram. 

Einnig tökum við stöðuna á einni stærstu framkvæmd Veitna í sögunni en stór hluti höfuðborgarsvæðisins er nú án heits vatns. 

Að auki heyrum við í foseta Sambands íslenskra framhaldsskólanema sem fagnar fyrirætlunum ráðherra um að gera námgsgögn gjaldfrjáls í framhaldsskólum landsins. 

Í íþróttapakkanum er það landsliðskempan Jóhann Berg Guðmundsson sem verður til umfjöllunar en hann virðist vera á leið til Sádí-Arabíu frá Burnley, sem féll á síðustu leiktíð úr ensku úrvalsdeildinni. Svo verður Besta deildin frá því í gær gerð upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×