Í tilkynningu frá slökkviliði Fjallabyggðar kemur fram að snarræði starfsmanna fyrirtækisins sem rekið er í byggingunni og slökkviliðs hafi verið hægt að koma í veg fyrir að mikið tjón hlytist af eldinum.
Slökkvistarf tók um rúma klukkustund en öryggisvakt var sett á húsið nokkru lengur að sögn slökkviliðsins.
Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að rannsókn brunans sé á forræði lögreglunnar á Norðurlandi eystra og verið er að reyna að varpa ljósi á upptök eldsins.