Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:46 Anna Hrefna Ingimundardóttir kveðst bjartsýn. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum. Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum.
Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira