Sjö slasaðir vegfarendur á sex dögum á höfuðborgarsvæðinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 13:19 Mynd er frá vettvangi á Kjalarnesi. Lögreglan Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Alls var tilkynnt um 33 umferðaróhöpp í umdæminu. Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar. Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Fram kemur í frétt á vef lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að sunnudaginn ellefta ágúst hafi hjólreiðamaður fallið af reiðhjóli á hjólastíg í Traðarlandi í Reykjavík við Blesugróf þegar annar hjólreiðamaður hjólaði aftan á hjólið hans. Hjólreiðamaðurinn sem hjólað var á var fluttur á slysadeild. Ók aftan í vinnuvél Þá voru þrjú umferðarslys tilkynnt miðvikudaginn fjórtánda. Bifreið var ekið á gangandi vegfaranda á Vatnsendavegi í Kópavogi við Ögurhvarf. Ökumaðurinn ók rakleiðis af vettvangi en gaf sig síðar fram eftir að auglýst var eftir honum í fjölmiðlum. Vegfarandinn var fluttur á slysadeild. Seinna sama dag var bifreið ekið austur Vesturlandsveg í Reykjavík, í Ártúnsbrekku, og aftan á vinnuvél sem ekið var sömu leið með tendruð gulblikkandi vinnuljós. Ökumaður bifreiðarinnar, sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, var fluttur á slysadeild. Þá nótt var bifreið einnig ekið á ljósastaur við Vesturlandsveg í Reykjavík og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild. Missti stjórn og hafnaði á vegriði Fimmtudaginn fimmtánda ágúst var bifreið ekið snemma morguns austur Vesturlandsveg á Kjalarnesi og missti ökumaðurinn stjórn á henni. Við það valt bifreiðin út af akbrautinni og inn á miðeyju og hafnaði síðan á vegriði. Að sögn ökumanns var vatnspollur á veginum þar sem hann missti stjórnina en hann var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Föstudaginn sextánda ágúst keyrði bíll aftan á annan bíl á Sæbraut í Reykjavík. Bíllinn sem ekið var á var á sömu leið og var nýtekinn af stað eftir að grænt umferðarljós kviknaði á gatnamótum. Báðir ökumenn voru fluttir á slysadeild. „Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög,“ segir á vef lögreglunnar.
Bílar Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira