Lélegt skyggni, hálka og mikill snjór við Öskju Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. ágúst 2024 17:03 Skálarnir við Drekagil í morgun. Gígur gestastofa Vegurinn frá Drekagili upp í Öskju er ekki jepplingafær, vegna mikilla snjóa. Þar er lélegt skyggni og hálka. Veðurútlit næstu tvo daga og er snjókoma og vindur í kortunum. „Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna. Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Við lendum reglulega í því að það komi snjór jafnvel í júlí, en það sem er ólíkt núna er að þetta virðist ætla vera í nokkra daga. Síðustu ár höfum við ekki fengið svoleiðis fyrr en í september,“ segir Anna Þorsteinsdóttir þjóðgarðsvörður Vatnajökulsþjóðgarðs. Hún segir að snjóinn hafi tekið að mestu upp hjá skálunum í Drekagili, en vegurinn að Öskju sé á kafi í snjó. Snjórinn sé mikill þegar komið er upp í um það bil kílómeters hæð. Mikill snjór er við Öskju.Gígur gestastofa Þurfa að loka fyrr ef snjórinn bráðnar ekki Anna segir að þau þurfi alltaf að velta því fyrir sér hversu lengi sé hægt að hafa svæðið opið. Svona yfirleitt sé svæðið opið fram að síðustu vikunni í september. „Við eigum von á hlýindum sem munu bræða snjóinn, en ef þau koma ekki þurfum við bara að loka fyrr og svona. En við vonum að þetta breytist á sunnudaginn, og við getum haft svæðið opið aðeins lengur,“ segir hún. Miðað við byrjunina á sumrinu búist þau þó við öllu. Land Cruiser rann út af veginum Anna segir að seint í gærkvöldi hafi bíll runnið á blautum snjó út af veginum. Hann hafi farið út í hraunið og orðið fyrir miklum skemmdum. Landverðirnir hafi getað veitt aðstoð, og komið bílnum aftur á réttan kjöl. „Fólk er auðvitað á sumardekkjum ennþá, en þetta var samt Land Cruiser,“ segir hún. Hún segir að landverðirnir á svæðinu hafi verið að kanna vegina fyrir sunnan Öskju, og þeir hafi lent í vandræðum þótt þeir væru á breyttum bílum. Það hafi þurft smá þekkingu í snjóakstri til að fara um. „Við viljum ekki hræða fólk, maður þarf bara að vera raunsær. Þetta verður vonandi betra á mánudaginn, ég reikna jafnvel með því strax á laugardaginn,“ segir Anna. Hún segir að starfsfólk þjóðgarðarins sé að tala við gesti niðri á vegunum, og vísa fólki frá. Jepplingar eigi ekkert inneftir. „Það er mjög vont að vera búinn að keyra hundrað kílómetra og komast svo ekki síðasta spölinn upp að Öskju vegna snjóa,“ segir Anna.
Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira