Stofnanir megi nota samfélagsmiðla til að skera úr um rétt til bóta Lovísa Arnardóttir skrifar 22. ágúst 2024 18:06 Helga segir fólk verða að muna að allt sem það setur á samfélagsmiðla deilir það með fyrirtækinu sem á það og með öllum sem hafa aðgang að prófílnum. Ef hann er opinn þá hafi allir sem vilja aðgang að upplýsingunum. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar segir ekkert óeðlilegt við það að stofnanir eða eftirlitsstofnanir noti upplýsingar á opnum samfélagsmiðlum fólks til að skera úr um það hvort það eigi rétt á bótum eða annars konar stuðningi úr opinberum og sameiginlegum sjóðum. Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“ Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Tilefni umræðunnar í Reykjavík síðdegis er færsla sem birt var í hópnum Fjármálatips á Facebook í vikunni þar sem kona spurði hvort það væri eðlilegt að starfsfólk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) nýtti sér samfélagsmiðla til að staðfesta hjúskaparstöðu fólks. Hún sagði vinkonu sína, einstæða móður, nýlega hafa fengið símtal frá fulltrúa stofnunarinnar og henni verið tilkynnt að hún ætti ekki lengur rétt á húsnæðisstuðningi sem einstæð móður vegna hjúskapastöðu sinnar og að fulltrúinn hafi vitnað í færslur á samfélagsmiðlum og sagt hana og barnsföður hennar enn í sambandi. Í umræðum á þræðinum komu fram margar svipaðar sögur frá öðrum, ekki endilega tengt HMS en tengt Tryggingastofnun og tryggingafélögum. Færslan sem konan setti inn í hópinn Fjármálatips í vikunni.Skjáskot/Facebook Helga segir Persónuvernd oft hafa bent á það að fólk eigi að fara varlega með persónuupplýsingar sínar á samfélagsmiðlum. Fólk sé oft með síður sínar opnar og aðrir þannig með óheftað aðgang að öllu sem þau deila. „Það gefur augaleið að það er rannsóknarskylda sem hvílir á stjórnvöld og þau eiga að reyna að passa að það sé rétt deilt út úr sameiginlegum sjóðum og gæðum. Oft eru þetta skatttekjur landsmanna sem eiga í grunninn að fara á rétta staði,“ segir Helga og að útgangspunkturinn sé sá að ef aðgangur fólks er opinn og sé að deila upplýsingum um sig þá sé eðlilegt að stofnun, sem er að rannsaka einhvern, nýti slíkar upplýsingar í rannsókn sinni. Stofnanir hakki sig ekki inn á lokaða reikninga „Fólk áttar sig ekki á því að þú ert að deila þessu með umheiminum. Þú ert ekki bara að deila þessu með örfáum vinum. Ef þetta væri lokaðr reikningur þá væri enginn að tala um að opinberar stofnanir eða einhver eftirlitsaðili sé að brjóta sig eða hakka sig inn til að komast að því að einhver sé að svíkja út úr sameiginlegum sjóðum.“ Hún segir að allajafna sé það svo að öllu sem sé deilt á opinn reikning sé álitið sem opinber gögn. Helga segir að það sé svo orðið vafasamarar ef aðili frá tryggingafélagi eða eftirlitsstofnun vingast við einhvern til að komast inn á lokaða síðu. „Í grunninn viljum við ekki að fólk sé að fá bætur fyrir eitthvað sem það á ekki að fá bætur fyrir. Við hljótum öll að vera sammála um það. Við viljum ekki að það sé misfarið með opinbera sjóði sem við öll erum að borga í,“ segir Helga. Það séu alltaf einhver mörk og spurningin sé hvort að það sé verið að seilast of langt með því að nýta þessi gögn í að skera úr um það. Ekkert prívat á samfélagsmiðlum Helga segir að í grunninn eigi fólk að vita að það sem það setur á samfélagsmiðla, það sé ekki prívat. „Þú ert alltaf að deila með fyrirtækinu og ef reikningurinn er opinn þá ertu líka með þetta opið fyrir alla. Ef lífið þitt þar er ekki í samræmi við umsóknarferli um bætur þá kannski er ekkert óeðlilegt að það sé tekið af þér.“ Helga segir Persónuvernd ekki hafa tekið við kvörtunum um álíka mál og segir það í raun miður hversu fá slík mál enda á þeirra borði. Það sé oftar verið að kvarta til þeirra um myndbirtingar eða til dæmis þegar nágrannar eru með myndavélavakt sem snýr að heimili þeirra eða garði. „Þetta eru undanfarið smærri mál en hvert og eitt mál getur skipt þá einstaklinga sem það tengist miklu máli.“
Persónuvernd Samfélagsmiðlar Félagsmál Reykjavík síðdegis Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira