Ég skil ekki Ævar Þór Benediktsson skrifar 26. ágúst 2024 08:00 Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Ég skil ekki. Ég skil ekki hvernig hægt er að senda fatlað, fárveikt barn á flótta af landi brott. Ég bara skil það ekki. Sama hvernig ég velti því fyrir mér. Reyni að sjá allar hliðar. Setja mig í spor þeirra sem ráða. Því ég stoppa alltaf á sömu staðreyndinni: Við erum að fara að senda fatlað barn á flótta, með lífshættulegan hrörnunarsjúkdóm, af landi brott. Og ég skil það ekki. Ég skil heldur ekki hvernig Ísland getur þanið út kassann á alþjóðavettvangi og sagst fara eftir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Því við gerum það augljóslega ekki. Sáttmálinn var lögfestur hér á landi árið 2013. Við kennum hann í skólum og förum yfir mikilvægi greinanna sem mynda sáttmálann. Ég hef sjálfur tekið þátt í gerð ótalmargra myndbanda á vegum UNICEF þar sem farið er ofan í saumana á þessum greinum. En þegar á reynir þá förum við ekki eftir sáttmálanum. Þessum sem var festur í lög, muniði? Ég skil ekki. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er 54 greinar. Fjölmargar þeirra eiga við í tilfelli Yazans, en kannski sérstaklega sú þriðja: „Það sem barninu er fyrir bestu.“ Þar segir: „Þegar fullorðnir taka ákvarðanir eiga þeir að hugsa um hvaða áhrif þær hafa á börn og eiga að gera það sem er best fyrir þau. Stjórnvöld eiga að tryggja að foreldrar verndi börn sín og gæti þeirra eða aðrir í þeirra stað þegar þörf er á. Stjórnvöld eiga að sjá til þess að fólk sem ábyrgt er fyrir börnum hafi hagsmuni þeirra alltaf að leiðarljósi og staðir sem ætlaðir eru börnum uppfylli einnig þær skyldur.“ Þetta skil ég. Þetta er ekki flókið. En það er nokkuð greinilegt að þau sem ráða skilja þetta ekki. Það er vitað að netið sem á að grípa Yazan á Spáni mun ekki halda. Þótt læknisaðstoð standi tæknilega séð til boða á Spáni er sú þjónusta einungis í boði fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum, sem foreldrar Yazans hafa ekki efni á. Sérfræðingar og læknar hafa bent á það, trekk í trekk, að það geti verið lífshættulegt fyrir hann að fara héðan. Að það sé barninu fyrir bestu að vera áfram hér. Samt á að flytja Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ég skil ekki. Ég skil heldur ekki frasann „einstök mál“. Þessi sem má ekki tjá sig um. Frasann sem er notaður eins og tromp þegar fer að glitta í manneskjuna á bak við nafnið í Excel-skjalinu. Frasann sem er notaður til að skamma fólk þegar við vogum okkur að spyrja út í martröðina sem Yazan og fjölskylda hans eru að ganga í gegnum. Ég skil ekki hvernig við sem þjóð (og já, ég skrifa „við“ og finnst það ógeðslegt, en þetta er samt sem áður í okkar nafni), við sem manneskjur, getum horfst í augu hvort við annað ef við ætlum að senda fatlað, veikt barn á flótta úr landi út í aðstæður sem munu að öllum líkindum rústa lífi þess. Ég skil ekki.Ég er ekki viss um að nokkur skilji. Yazan á heima hér. Höfundur er faðir, leikari, rithöfundur og sendiherra UNICEF á Íslandi. Samstöðufundur fyrir Yazan verður á Austurvelli, þriðjudaginn 27. ágúst, kl 17:00. Allar nánari upplýsingar má finna hér.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun