Heimþráin til staðar en lífið í New York algjört ævintýri Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Hildur Anissa er búin að búa í New York í rúman mánuð og ræddi við blaðamann um lífið úti. Aðsend „Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda,“ segir meistaraneminn og sölustjórinn Hildur Anissa. Hún hefur verið búsett erlendis í þó nokkur ár og fluttist frá Kaupmannahöfn til New York borgar í sumar. Hún segir mjög þroskandi að prófa að búa erlendis og sömuleiðis krefji það mann til þess að fara út fyrir þægindarammann. Blaðamaður ræddi við Hildi Anissu. Spennandi tækifæri sem þau gátu ekki neitað Hildur Anissa býr úti með kærasta sínum Sebastian Loui. „Kærastinn minn fékk spennandi vinnu tækifæri sem við gátum ekki sagt nei við,“ segir Hildur Anissa um flutningana vestanhafs. Hún er bæði í fjarnámi og fjarvinnu úti. „Ég stunda meistaranám við Háskólann í Bifröst og er að læra þar Forystu og Stjórnun. Ásamt því er ég í fjarvinnu frá Kaupmannahöfn sem sölustjóri hjá Atelier CPH.“ Hún segir daglegt líf úti alls konar. „Þar sem ég er nýflutt og er enn að aðlagast þessum nýja raunveruleika þá er ekki komin mikil rútína á okkur, en fyrstu vikurnar hafa aðallega farið í að koma okkur fyrir, skoða borgina og nýja hverfið okkar ásamt því að kynnast fólkinu hér. Annars sé ég fram á að ég vera mikið á kaffihúsum næstu mánuði að læra og vinna og svo nota frítímann í pílates, finna bestu vintage búðirnar og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Opið og hjálpsamlegt samfélag Það er margt sem stendur upp úr í stórborgarlífinu. „Ég elska fjölbreytileikan hér, bæði í fólki, menningu, mat og tísku. Það er svo mikið líf alla daga vikunnar og alltaf eitthvað spennandi að gera eða skoða. Annars er fólkið hérna er búið að koma mér sérstaklega á óvart en það eru allir eru búnir að vera svo hjálpsamir og almennilegir. Mér finnst líka geggjað hvað fólk er duglegt að bjóða fólki sem það þekkir ekki með í sín plön, það hefur reynst mér og manni mínum afar vel.“ Hildur Anissa elskar fjölbreytileikann í New York borg.Instagram @hilduranissa Getur verið krefjandi að byrja upp á nýtt Aðspurð um krefjandi hliðar þess að búa úti segir Hildur Anissa: „Að vera svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum er alltaf erfitt, sérstaklega núna þar sem margir í kringum mig eru farnir að eignast börn og tíminn með þeim er extra dýrmætur. Það getur líka verið mjög krefjandi að þurfa að byrja alveg upp á nýtt, að kynnast nýjum vinum, búa til nýja rútínu og venjast nýju umhverfi. Það krefst vissulega þess að maður stígi aðeins út fyrir þægindarammann. Stefnan hjá okkur er að vera hérna í New York í eitt til tvö ár en við erum opin fyrir því að lengja það ef við komum okkur vel fyrir og líður vel hérna.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Þroskandi ævintýri Hildur Anissa flutti frá Íslandi fyrir rúmum fjórum árum. „Ég bjó í fjögur ár í Kaupmannahöfn og er núna nýflutt til New York, búin að vera hér í einn mánuð. Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda. Eins erfitt og það getur verið í byrjun, þá er þetta svo mikið ævintýri og maður þroskast svo mikið á því að stíga út úr búbblunni heima.“ Þrátt fyrir að njóta sín vel á nýjum slóðum getur heimþráin stundum gert vart við sig. „Ó já, heimþráin er alltaf til staðar. En ég tel mig heppna að eiga svo góða vini og fjölskyldu sem ég sakna alla daga og ég er alltaf mjög spennt að fara heim, hvort sem það sé til Köben eða Íslands.“ Hildur Anissa ásamt systur sinni Töniu Lind þegar hún kom í heimsókn.Instagram @hilduranissa Það er sannarlega fjölbreytt flóra af alls konar fólki í New York og hægt að lenda í ýmsu óvenjulegu og fyndnu úti. Hildur Anissa segist ekki enn hafa upplifað það en hún sé undirbúin fyrir það. „Ég hef nú séð alls konar rugl á samfélagsmiðlum en ég hef enn ekki lent í neinu þannig. Eina sem ég hef lent í eru alveg hlægilegar spurningar um Ísland. Til dæmis hvort við keyrum á „venjulegum“ vegum eða „venjulegum“ bílum, hvort það sé Internet á ísland og svo framvegis. Ég er hins vegar að undirbúa mig andlega fyrir það að lenda í og sjá alls konar steikta hluti þarna, það er víst partur af þessu,“ segir Hildur Anissa kímin að lokum. Hildur er sömuleiðis dugleg að deila myndaseríum af lífinu úti á Instagram hjá sér samanborið við þessa: View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira
Spennandi tækifæri sem þau gátu ekki neitað Hildur Anissa býr úti með kærasta sínum Sebastian Loui. „Kærastinn minn fékk spennandi vinnu tækifæri sem við gátum ekki sagt nei við,“ segir Hildur Anissa um flutningana vestanhafs. Hún er bæði í fjarnámi og fjarvinnu úti. „Ég stunda meistaranám við Háskólann í Bifröst og er að læra þar Forystu og Stjórnun. Ásamt því er ég í fjarvinnu frá Kaupmannahöfn sem sölustjóri hjá Atelier CPH.“ Hún segir daglegt líf úti alls konar. „Þar sem ég er nýflutt og er enn að aðlagast þessum nýja raunveruleika þá er ekki komin mikil rútína á okkur, en fyrstu vikurnar hafa aðallega farið í að koma okkur fyrir, skoða borgina og nýja hverfið okkar ásamt því að kynnast fólkinu hér. Annars sé ég fram á að ég vera mikið á kaffihúsum næstu mánuði að læra og vinna og svo nota frítímann í pílates, finna bestu vintage búðirnar og borða góðan mat.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Opið og hjálpsamlegt samfélag Það er margt sem stendur upp úr í stórborgarlífinu. „Ég elska fjölbreytileikan hér, bæði í fólki, menningu, mat og tísku. Það er svo mikið líf alla daga vikunnar og alltaf eitthvað spennandi að gera eða skoða. Annars er fólkið hérna er búið að koma mér sérstaklega á óvart en það eru allir eru búnir að vera svo hjálpsamir og almennilegir. Mér finnst líka geggjað hvað fólk er duglegt að bjóða fólki sem það þekkir ekki með í sín plön, það hefur reynst mér og manni mínum afar vel.“ Hildur Anissa elskar fjölbreytileikann í New York borg.Instagram @hilduranissa Getur verið krefjandi að byrja upp á nýtt Aðspurð um krefjandi hliðar þess að búa úti segir Hildur Anissa: „Að vera svona langt í burtu frá fjölskyldu og vinum er alltaf erfitt, sérstaklega núna þar sem margir í kringum mig eru farnir að eignast börn og tíminn með þeim er extra dýrmætur. Það getur líka verið mjög krefjandi að þurfa að byrja alveg upp á nýtt, að kynnast nýjum vinum, búa til nýja rútínu og venjast nýju umhverfi. Það krefst vissulega þess að maður stígi aðeins út fyrir þægindarammann. Stefnan hjá okkur er að vera hérna í New York í eitt til tvö ár en við erum opin fyrir því að lengja það ef við komum okkur vel fyrir og líður vel hérna.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa) Þroskandi ævintýri Hildur Anissa flutti frá Íslandi fyrir rúmum fjórum árum. „Ég bjó í fjögur ár í Kaupmannahöfn og er núna nýflutt til New York, búin að vera hér í einn mánuð. Ég mæli svo mikið með því að prófa að flytja til útlanda. Eins erfitt og það getur verið í byrjun, þá er þetta svo mikið ævintýri og maður þroskast svo mikið á því að stíga út úr búbblunni heima.“ Þrátt fyrir að njóta sín vel á nýjum slóðum getur heimþráin stundum gert vart við sig. „Ó já, heimþráin er alltaf til staðar. En ég tel mig heppna að eiga svo góða vini og fjölskyldu sem ég sakna alla daga og ég er alltaf mjög spennt að fara heim, hvort sem það sé til Köben eða Íslands.“ Hildur Anissa ásamt systur sinni Töniu Lind þegar hún kom í heimsókn.Instagram @hilduranissa Það er sannarlega fjölbreytt flóra af alls konar fólki í New York og hægt að lenda í ýmsu óvenjulegu og fyndnu úti. Hildur Anissa segist ekki enn hafa upplifað það en hún sé undirbúin fyrir það. „Ég hef nú séð alls konar rugl á samfélagsmiðlum en ég hef enn ekki lent í neinu þannig. Eina sem ég hef lent í eru alveg hlægilegar spurningar um Ísland. Til dæmis hvort við keyrum á „venjulegum“ vegum eða „venjulegum“ bílum, hvort það sé Internet á ísland og svo framvegis. Ég er hins vegar að undirbúa mig andlega fyrir það að lenda í og sjá alls konar steikta hluti þarna, það er víst partur af þessu,“ segir Hildur Anissa kímin að lokum. Hildur er sömuleiðis dugleg að deila myndaseríum af lífinu úti á Instagram hjá sér samanborið við þessa: View this post on Instagram A post shared by Hildur Anissa (@hilduranissa)
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Sjá meira