Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 23:02 „Bobby“ fagnaði marki sínu vel og innilega. Mateo Villalba/Getty Images Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira