Lukaku samþykkir að spila undir stjórn Conte Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 17:47 Lukaku er á leið til Ítalíu á nýjan leik. vísir/Getty Images Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á Ítalíu. Hinn 31 árs gamli Lukaku mun nú ferðast til Ítalíu til að ganga frá sínum málum. Ekki kemur fram í frétt The Athletic um málið hversu hár verðmiðinn er en Napoli hefur verið á eftir Lukaku í allt sumar. Það gæti farið svo að Victor Osimhen, hinn eftirsótti framherji Napoli, fari í hina áttina en Chelsea hefur verið gríðarlega virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Það kemur þó fram í frétt The Ahletic að félagið sé að reyna skera leikmannahóp sinn niður með sölum eða lánum. Napoli have agreed a deal to sign Romelu Lukaku from Chelsea.The Serie A side have also agreed terms with Lukaku, 31, who is set to travel to Italy to complete the move.More from @SJohnsonSport and @JamesHorncastle ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 27, 2024 Lukaku, sem hefur skorað 85 mörk í 119 A-landsleikjum, lék undir stjórn Antonio Conte hjá Inter Milan og varð meðal annars ítalskur meistari undir hans stjórn. Þeir stefna nú á að endurtaka leikinn hjá Napoli. Ásamt því að losa Lukaku til Ítalíu er Chelsea við það að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga til Bournemouth. Kepa var á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á láni hjá Real Madríd á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Thibaut Courtois hafi verið fjarverandi vegna meiðsla nærri alla leiktíðina mátti Kepa samt þola það að sitja á bekknum á meðan Andriy Lunin stóð á milli stanganna. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Lukaku mun nú ferðast til Ítalíu til að ganga frá sínum málum. Ekki kemur fram í frétt The Athletic um málið hversu hár verðmiðinn er en Napoli hefur verið á eftir Lukaku í allt sumar. Það gæti farið svo að Victor Osimhen, hinn eftirsótti framherji Napoli, fari í hina áttina en Chelsea hefur verið gríðarlega virkt á leikmannamarkaðnum í sumar. Það kemur þó fram í frétt The Ahletic að félagið sé að reyna skera leikmannahóp sinn niður með sölum eða lánum. Napoli have agreed a deal to sign Romelu Lukaku from Chelsea.The Serie A side have also agreed terms with Lukaku, 31, who is set to travel to Italy to complete the move.More from @SJohnsonSport and @JamesHorncastle ⤵️— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 27, 2024 Lukaku, sem hefur skorað 85 mörk í 119 A-landsleikjum, lék undir stjórn Antonio Conte hjá Inter Milan og varð meðal annars ítalskur meistari undir hans stjórn. Þeir stefna nú á að endurtaka leikinn hjá Napoli. Ásamt því að losa Lukaku til Ítalíu er Chelsea við það að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga til Bournemouth. Kepa var á sínum tíma dýrasti markvörður heims en hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið og var á láni hjá Real Madríd á síðustu leiktíð. Þrátt fyrir að Thibaut Courtois hafi verið fjarverandi vegna meiðsla nærri alla leiktíðina mátti Kepa samt þola það að sitja á bekknum á meðan Andriy Lunin stóð á milli stanganna.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira