Kelce bræðurnir seldu hlaðvarpið sitt á tæplega þrettán milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Gríðarlegt magn af íþróttafólki hefur reynt fyrir sér í hlaðvarpi en fátt þeirra kemst með tærnar þar sem þessir eru með hælana. David Calvert/Getty Images Bræðurnir Jason og Travis Kelce halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Bandaríkjanna. Þó bræðurnir eigi fyrir salti í grautinn eftir glæsta ferla í NFL-deildinni, öðrum þeirra er ekki einu sinni lokið, þá má með sanni segja að þeir hafi haslað sér völl í heimi hlaðvarpanna. Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag. NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira
Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag.
NFL Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sjá meira