Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 21:45 Gosmóðan hefur sést víða hér á landi og að öllum líkindum borist suður á bóginn til Spánar. vísir Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt. Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira