Spánverjar rekja „úldna eggjalykt“ til eldgossins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 21:45 Gosmóðan hefur sést víða hér á landi og að öllum líkindum borist suður á bóginn til Spánar. vísir Sérfræðingur í loftgæðamálum segir það vel geta gerst að gosmóða geti borist suður á bóginn og jafnvel til Spánar. Þar í landi kvarta menn undan „úldinni eggjalykt“ sem er rakin til eldgossins á Reykjanesskaga. Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt. Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
Á vef Spanish News Today er það fullyrt að fnykur hafi borist til sjálfstjórnarhéraðsins Galacia, Cantabria og til Baskalands. „Það getur alveg verið til í dæminu, að þetta berist langar leiðir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun sem var spurður út í málið í Reykjavík síðdegis. „Ég var nú samt bara að frétta af þessu núna.“ „Í þessu gosi núna var að mælast toppur í Edinborg í Skotlandi. Í síðasta gosi var hæsti toppur sem mældist á mælistöð líka í Edinborg og það var rakið hingað. Þá voru sömu aðstæður, norðanátt og þá getur þetta boris,“ segir Þorsteinn sem hafði ekki heyrt af því að mengunin hefði borist til Spánar. „Þetta rignir á endanum niður í sjóinn og skolast út,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn útskýrir einnig hvað valdi því að mikil gosmóða hafi myndast síðustu daga. „Þetta er upprunnið úr gosinu. Þaðan kemur SO2-gas, sem er ekki sýnilegt en það hvarfast við súrefni og verður SO4, og þá sést það betur. Fólk getur fundið sviða í augum og hálsi, þetta er meira ertandi efni þó þetta sé ekki hættulegt núna. En fólk sem er viðkvæmt fyrir getur fundið meira fyrir þessu, með astma og slíkt.“ Gosmengunin hefur sést víða suðvestanlands og á Suðurlandi. „Þetta er gamall gosmökkur, sem fór út á haf í norðanáttinni en er svo búið að taka U-beygju með lægð og kemur til baka. Þá er mest allt SO2 búið að hvarfast við SO4 og þá verður þetta sýnilegri mökkur.“ Þorsteinn segir það að hafa glugga lokaða aðeins hjálpa til styttri tíma. Gildi hafi hins vegar ekki farið yfir heilsuverndarmörk hingað til. „Þetta er í raun meira ertandi svifryk en þetta venjulega svifryk sem mörkin eru sett á. Því finnur fólk meira fyrir þessu. Þetta er sennilega versta tegundin af svifryki. Hann segir að ef veðurspá gangi eftir ætti gosmóðan að kveðja seinnipartinn á morgun með norðanátt.
Spánn Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira