„All you need is love,“ skrifar Magnús Geir á einlægum nótum í færslunni. Þar segir hann átta ár vera liðin frá frábærum degi og bronsbrúðkaup í höfn.
„Hver dagur er öðrum betri með elsku Ingu minni og ég er heppnasti maður í heimi...og fjörið heldur áfram, börnin stækka og stuðið eykst. Lífið er gott og framtíðin er björt.“