Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 23:59 Ólafur Már Björnsson er augnlænir hjá Sjónlagi augnlækningum. Vísir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
„Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira