Engar nýjar vísbendingar borist lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 10:14 Tuttugu til þrjátíu milljónum króna af spilakassapeningum af Videomarkaðnum í Hamraborg var stolið úr ómönnuðum sendibíl Öryggismiðstöðvarinnar þann 25. mars. Vísir/Arnar Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hamraborgarmálinu svokallaða stendur enn yfir. Engar nýjar vísbendingar eða upplýsingar hafa borist og hefur sá sem handtekinn var nokkrum vikum eftir þjófnaðinn enn einn stöðu sakbornings í málinu. Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, í samtali við Vísi. Gunnar segir að þýfið hafi enn ekki fundist og fleiri hafi ekki verið handteknir. Þar sem rannsókn standi enn yfir hafi ekki ákæra verið gefin út gegn manninum sem handtekinn var. Tugum milljóna króna var stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í mars síðastliðnum, en visbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn maður var handtekinn skömmu eftir að málið kom upp og var honum sleppt skömmu síðar. Eftir ránið var grunur um að litaðir seðlar hefðu komist í umferð en sérstakur varnarbúnaður var í töskunum sem peningurinn var geymdur. Gerði hann það að verkum að þeir lituðust þegar taskan var opnuð. Ránið náðist á upptöku þar sem mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þá staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku að því loknu á brott. Mennirnir tóku sjö töskur úr bílnum og fundust sex þeirra í Mosfellsbæ og við Esjumela nokkru síðar. Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Þetta segir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni í Kópavogi, í samtali við Vísi. Gunnar segir að þýfið hafi enn ekki fundist og fleiri hafi ekki verið handteknir. Þar sem rannsókn standi enn yfir hafi ekki ákæra verið gefin út gegn manninum sem handtekinn var. Tugum milljóna króna var stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í mars síðastliðnum, en visbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn maður var handtekinn skömmu eftir að málið kom upp og var honum sleppt skömmu síðar. Eftir ránið var grunur um að litaðir seðlar hefðu komist í umferð en sérstakur varnarbúnaður var í töskunum sem peningurinn var geymdur. Gerði hann það að verkum að þeir lituðust þegar taskan var opnuð. Ránið náðist á upptöku þar sem mátti sjá tvo menn brjóta afturglugga verðmætaflutningabíls Öryggismiðstöðvarinnar sem lagður var fyrir utan Videomarkaðinn að morgni mánudagsins 25. mars. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru þá staddir á Catalinu eftir að hafa tæmt spilakassa Videomarkaðarins, en þjófarnir notuðust við Toyota Yaris bíl sem þeir bökkuðu að peningaflutningabílnum, brutu rúðu, opnuðu afturhurð, tóku töskurnar með peningunum og óku að því loknu á brott. Mennirnir tóku sjö töskur úr bílnum og fundust sex þeirra í Mosfellsbæ og við Esjumela nokkru síðar.
Peningum stolið í Hamraborg Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14 Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Sjá meira
Peningarnir úr Hamraborg enn ekki fundist Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er enn með til rannsóknar upplýsingar frá tæknideild lögreglunnar vegna þjófnaðar í Hamraborg í mars síðastliðnum. Þar var tugum milljóna stolið úr verðmætaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar. Peningarnir hafa ekki fundist en vísbendingar eru um að hluti þeirra hafi farið í umferð. Einn hefur stöðu sakbornings. 2. júlí 2024 11:14
Veita viðtal um Hamraborgarmálið í fyrsta sinn: Viðvörunarkerfi í bílnum hefði getað gert illt verra Öryggismiðstöðin hefur aukið viðbúnað í verðmætaflutningabílum sínum, eftir að tugum milljóna var stolið úr bíl fyrirtækisins í Hamraborg. Þó að þjófarnir hafi aðeins verið örfáar sekúndur að brjótast inn í bílinn segir framkvæmdastjóri bifreiðina sjálfa í raun aukaatriði í málinu. Þá telur hann að viðvörunarkerfi hefði getað stefnt starfsmönnum í hættu. Verkferlum hafi verið fylgt og erfitt að sjá hvað hægt hefði verið að gera öðruvísi. 24. maí 2024 20:12