Tapaði 1,2 milljörðum á fyrri hluta ársins Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2024 14:19 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela. Vísir/Arnar Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) var 735 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins samkvæmt samstæðuárshlutareikningi félagsins en var 1.290 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap varð af rekstrinum sem nam 1.201 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land. Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að tapið megi að mestu rekja til kjarasamningshækkana og hás vaxtastigs hérlendis og erlendis. „Tekjur félagsins fyrri helming ársins eru til samræmis við tekjur sama tímabils í fyrra en gistinætur voru 5% færri milli tímabila,“ segir í tilkynningunni. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Íslandshótelum en félagið stefndi á skráningu í Kauphöll. Greint var svo frá því í maí að ákveðið hefði verið að hætta við hlutafjárútboð Íslandshótela og skráningu félagsins í Kauphöllina. Hafi það verið gert þar sem ekki hafi fengist áskriftir fyrir öllum boðnum hlutum og því hafi seljendur hætt við. Á þriðja þúsund manna tóku þátt í útboðinu og skráðu sig fyrir hlutum að verðmæti um átta milljarða króna. Ytri þættir Í tilkynningunni sem send var á fjölmiðla í dag er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, að Íslandshótel standi sterk líkt og efnahagsreikningurinn sýni. Ýmsir ytri þættir hafi þó haft sín áhrif. „Má þar nefna kjarasamningshækkanir og vaxtastigið sömuleiðis. Gistinóttum hefur fækkað, spár um fjölda ferðamanna hafa ekki alveg gengið eftir og það er einnig ljóst að eldsumbrotin á Reykjanesi hafa haft áhrif. Við höldum áfram að sýna skynsemi í rekstri, starfsmannahópur okkar er öflugur og skýr og umhverfisvæn stefna okkar skilar sínu hjá ferðamönnum sem eru æ meðvitaðri um mikilvægi þess þáttar við val á gistingu. Við horfum því bjartsýn fram á veg,“ segir Davíð Torfi. Samstæðuárshlutareikningur Íslandshótela var sendur Kauphöll Íslands fyrr í dag. Íslandshótel rekur sautján hótel með 1955 herbergi víða um land.
Hótel á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Kauphöllin Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira