Hnignun menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína Svana Helen Björnsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 09:00 Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki nýtt að við fáum upplýsingar um lélegan árangur íslenskra nemenda í PISA-könnunum og árangurinn versnar. Viðkvæðið hefur verið að PISA mæli ekki ýmsa þætti sem máli skipta í námi og sé því ekki fyllilega marktæk mæling. Því sé lélegur árangur íslenskra nemenda í raun ekki áhyggjuefni. Þetta er að mínu mati ábyrgðarlaus afstaða. Samræmdum prófum hefur verið hætt og margir telja að slík próf þjóni ekki tilgangi og séu aðeins til óþæginda fyrir nemendur og jafnvel fyrir skólastarfið í heild. Rök sumra er að slík próf skapi kvíða og óþarfa álag. Þá er heimanám víða illa séð þar sem foreldrar vilja fremur verja frítíma sínum í annað en að styðja við heimanám barna sinna. Sums staðar hefur það þótt kostur að skólar geri alls enga kröfu um heimanám og allt nám nemenda fari fram á skólatíma. Þetta er gerviumhyggja. Hætt er við að foreldrar fái litlar eða engar upplýsingar um námsefnið og þau sem vilja vinna að heimanámi með börnum sínum fái lítil eða engin gögn eða upplýsingar til þess. Meðalmennska og agaleysi Segja má að meðalmennskan hafi ráðið för við breytingar á menntakerfi landsins síðustu áratugi. Sífellt er miðað við lægsta samnefnara. Áður fyrr var nemendum skipt í bekki eftir námsgetu, eins og víða er gert erlendis. Það er gert til hægðarauka bæði fyrir nemendur og kennara. Ég er ekki að mæla með þeirri aðferð en sú skrýtna menning hefur þróast hér á landi og víðar að kennarar lúti vilja nemenda, í stað þess að kennarinn ráði í kennslustofunni og hafi þar agavald. Nú er svo komið að grunn- og framhaldsskólakennarar eiga víða erfitt með að halda uppi aga við kennslu. Námsgeta og kennsluþörf er í mörgum bekkjum á svo breiðu bili að kennari ræður vart við það. Réttindi nemenda eru slík að þau toppa rétt kennara til að halda uppi aga í kennslustund og kenna námsefnið. Þá eru ótalin þau vandræði og erfiðleikar sem kennarar glíma við í bekkjum þar sem nemendur koma erlendis frá og tala takmarkaða íslensku. Kennslan fer jú fram á íslensku og kennsluefnið er íslenskt, nema í einstökum fögum í framhaldsskólunum. Þetta ræður grunnskólinn ekki við eins og staðan er í dag. Réttur þeirra sem vilja læra Þá er eðlilegt og reyndar nauðsynlegt að spyrja þeirrar erfiðu spurningar: Hvers eiga þeir nemendur að gjalda sem hafa metnað og langar að læra? Réttur þeirra nemenda sem hafa námsþorsta og metnað er fyrir borð borinn. Að mega takast á við krefjandi nám og jafnvel erfitt eflir þá sem geta og vilja læra. Við þekkjum það flest að við getum miklu meira en við höldum. Það á einnig við um nám og námshæfileika. Það eykur sjálfstraust og lífsánægju að gera vel og vaxa í krefjandi námi, af hvaða tagi sem er. Að nú ekki sé talað um mikilvægi þess að koma vel undirbúinn til áframhaldandi náms, hvort heldur hér á landi eða erlendis. Í bestu háskólum heims er enginn afsláttur gefinn af kunnáttu og námsgetu. Stytting framhaldsskólans var vanhugsuð Komið hefur í ljós að stytting framhaldsskólans var vanhugsuð ákvörðun sem valdið hefur verulegu tjóni. Nær hefði verið að skoða styttingu grunnskólans um eitt ár. Þá hefur sú stefna að fletja framhaldsskóla landsins út í sams konar menntastofnanir ekki verið til góðs. Það er mér áhyggjuefni hvernig markvisst hefur verið grafið undan Menntaskólanum í Reykjavík og öðrum menntaskólum þar sem í áraraðir hefur verið byggð upp menntamenning sem er hluti af menningarsögu landsins. Við þurfum vel menntað fólk á öllum sviðum til að uppfylla kröfur um velferð og heilbrigðisþjónustu, bætt lífskjör og sjálfbærni, trausta innviði, samkeppnishæfni og almenna velsæld fólks. Ekki síst er þörf á vel menntuðu fólki í verkfræði og tæknifræði. Djúp fagþekking, vandaður undirbúningur innviðaverkefna, fagleg verkefnastjórn og traust tækniþekking verða sífellt mikilvægari. Við þurfum hvata Íslenskt samfélag er á góðri leið með að uppræta og eyða þeim hvötum menntakerfisins sem nauðsynlegir eru til að einstaklingar geti og vilji leggja á sig krefjandi og erfitt nám, sem þó er svo nauðsynlegt bæði núna og í framtíðinni. Við þetta bætist að kjaraviðræður stórra hópa síðustu ára hefur gengið út á að eyða launamun þannig að nú er á Íslandi einn minnsti launamunur háskólamenntaðra og ófaglærðra í Evrópu. Þannig hefur sá hvati að fjárfesting í áralangri menntun skili sér til baka í launum síðar á ævinni farið hraðminnkandi. Þessa hvata þurfum við. Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun