Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að ekki hafi reynst um langan veg að fara fyrir björgunarbátinn en fiskibáturinn var staddur rétt vestur af höfninni á Rifi.
„Enginn leki kom að bátnum við höggið sem hann fékk á sig, en rak hægt frá landi.
Björg hélt úr höfn á Rifi og var fljótlega komin að bátnum. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar bað áhöfn Bjargar að svipast um eftir rekaldinu til að fjarlægja það, en það kom ekki í leitirnar.

Taug var komið frá Björg í fiskibátinn sem í framhaldinu var dreginn til hafnar þangað sem komið var um klukkan hálf tíu í gærkvöldi.
Þeim fækkar nú útköllunum sem áhöfn Bjargar á eftir að fara á þessu skipi, sem er að nálgast fertugsaldurinn óðfluga, því fyrir 2 dögum var nýja Björgin sjósett hjá skipasmiðnum Kewatec í Finnlandi. Hún er væntanleg heim til Íslands eftir prófanir úti, á næstu vikum,“ segir í tilkynningunni.