Kvíðir vetrinum vegna alvarlegs lyfjaskorts Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 20:02 Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ónæmis- og ofnæmislæknir. Vísir/Ívar fannar Læknir hefur þungar áhyggjur af skorti á astmalyfjum fyrir ung börn, sem reiknað er með að verði viðvarandi næstu átta mánuði hið minnsta. Skorturinn gæti haft alvarlegar afleiðingar í vetur. Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Landlægur skortur á innúðalyfjum við astma í ungum börnum hefur verið viðvarandi í talsverðan tíma - en sendingar hafa þó hingað til borist inn á milli. Nú er hins vegar svo komið að algjör skortur á Seretide, helsta astmalyfinu sem notað er, blasir við næstu átta mánuði; út apríl á næsta ári. „Þetta er mjög alvarlegt mál fyrir börnin sem eru með astma og fjölskyldur þeirra og okkur öll bara,“ segir Sólrún Melkorka Maggadóttir, barna-, ofnæmis- og ónæmislæknir. Samkvæmt svari Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu eru til, eða senn væntanleg, önnur lyf sem nota má í staðinn meðan skorturinn varir. Melkorka segir þau lyf þó aðeins búa yfir hluta af þeirri virkni sem þarf. Þá eru til lyf í duftformi en ung börn séu hreinlega ekki fær um að taka þau inn. „Afleiðingin er að maður er ekki að velja lyfin sem maður heldur að virki best og maður er heldur ekki að nota skammtana sem maður myndi helst kjósa, sem mér finnst skipta miklu máli að maður geti gert.“ Veturinn kvíðvænlegur Skorturinn skrifast á framleiðandann, sem annar ekki eftirspurn. Og Melkorka kvíðir vetrinum. „Þegar kuldinn og kvefpestirnar koma og herja á okkur. Og það er ekki það sem er best fyrir fólk með astma, eða börn með astma. Þetta eru tveir helstu hvatar astmaversnana þannig að ég hef miklar áhyggjur af ástandinu. Og það sem fólk mun náttúrulega þurfa að gera, ef astmameðhöndlunin er ekki nógu góð heima, er að leita á spítalana, bráðamóttökuna. Sem er heldur ekki það sem okkur vantar.“ Melkorka telur nauðsynlegt að leita strax annarra lausna. Sjálf fær hún daglega símtöl frá foreldrum sem vita ekki hvernig þeir eigi að bregðast við ástandinu. „Fólk er að hringja í apótek og keyra í apótek úti á landi, keyra til að ná í síðustu eintökin af hinu og þessu. Og þetta er búið að vera svona í marga mánuði, þetta var líka vandamál núna í vetur.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Lyf Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira