Of snemmt að segja til um landris Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2024 13:29 Frá gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Of snemmt er að segja til um hvort landris sé hafið á Reykjanesskaga að nýju, en náttúruvársérfræðingur segir líklegt að sú verði raunin. Útlit er fyrir mikla loftmengun frá gosstöðvunum. Skyggni á Reykjanesi er lítið sem stendur, þannig að myndavélar Veðurstofunnar sem sýna stöðuna við gosið á Sundhnúksgígaröðinni nýtast ekki allar sem skyldi. „En á þeim myndavélum sem við sjáum þá gengur þetta sinn gang, eins og það hefur gert. Það sást líka í nótt að það voru tveir strókar virkir, annar stærri en hinn. Hraun virtist vera að renna í norður og norðvestur mestmegnis,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Bíða og sjá Mikil loftmengun stafaði frá gosstöðvunum í gær, og útlit fyrir að svo verði áfram. Þá einkum í Vogum og á Suðurnesjum. Í Njarðvík og Garði mælist einnig töluvert af svifryki sem stafi af gróðureldum. „Við erum ekki að mæla mjög há gildi núna, en mér skildist á viðbragðsaðilum í morgun að það væri greinilegt að blámóðan væri að fara á milli Voga og Njarðvíkur í morgun.“ Á samfélagsmiðlum hafa birst fullyrðingar um að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að enn gjósi. Salóme segir of snemmt að segja til um það, þó líklegt sé talið að sú verði raunin. „Við sáum það nú í síðasta gosi að þá seig land viku eftir að það byrjaði að gjósa og svo tók það að rísa aftur. Það er eitthvað sem við búumst alveg við að sjá aftur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Skyggni á Reykjanesi er lítið sem stendur, þannig að myndavélar Veðurstofunnar sem sýna stöðuna við gosið á Sundhnúksgígaröðinni nýtast ekki allar sem skyldi. „En á þeim myndavélum sem við sjáum þá gengur þetta sinn gang, eins og það hefur gert. Það sást líka í nótt að það voru tveir strókar virkir, annar stærri en hinn. Hraun virtist vera að renna í norður og norðvestur mestmegnis,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Bíða og sjá Mikil loftmengun stafaði frá gosstöðvunum í gær, og útlit fyrir að svo verði áfram. Þá einkum í Vogum og á Suðurnesjum. Í Njarðvík og Garði mælist einnig töluvert af svifryki sem stafi af gróðureldum. „Við erum ekki að mæla mjög há gildi núna, en mér skildist á viðbragðsaðilum í morgun að það væri greinilegt að blámóðan væri að fara á milli Voga og Njarðvíkur í morgun.“ Á samfélagsmiðlum hafa birst fullyrðingar um að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að enn gjósi. Salóme segir of snemmt að segja til um það, þó líklegt sé talið að sú verði raunin. „Við sáum það nú í síðasta gosi að þá seig land viku eftir að það byrjaði að gjósa og svo tók það að rísa aftur. Það er eitthvað sem við búumst alveg við að sjá aftur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Margfölduð áhrif þegar gasmengun og svifryk blandast Líkur eru á áframhaldandi loftmengun í Vogum og Suðurnesjum í dag. Áhrif á loftgæði margfaldast þegar gasmengun frá eldgosinu blandast við svifryk frá gróðureldum á svæðinu. Vonir eru bundnar við að mikil úrkoma slökkvi eldana næsta sólarhringinn. 31. ágúst 2024 11:00