Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 22:01 Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. „Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
„Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00