Slysið hörmulega muni ekki hafa áhrif á vopnasendingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 22:01 Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Flugsérfræðingur segist fullviss um að harmræn örlög flugmanns F-16 herþotu, sem Úkraínumenn fengu nýverið afhenta, muni ekki hafa áhrif á frekari vopnasendingar vesturvelda til Úkraínu. Enn er á huldu hvað nákvæmlega olli slysinu, sem fengið hefur mjög á úkraínsku þjóðina. „Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
„Ég hef ákveðið að víkja yfirmanni flughers Úkraínu úr starfi. Ég er í mikilli þakkarskuld við alla herflugmenn okkar, flugvirkja, alla hermenn og varnarsveitir okkar. Alla þá sem berjast af einurð fyrir Úkraínu til að ná árangri,“ sagði Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu í ávarpi sínu í gærkvöldi. Þar staðfesti hann brottrekstur Mykola Oleschuk hershöfðingja, yfirmanns flughersins. Selenski fer ekki nánar út í ástæður brottrekstrarins en líklegast þykir að þær megi rekja til þess þegar F-16 herþota brotlenti fyrr í vikunni, með þeim afleiðingum að flugmaður hennar lést. Ýjað hefur verið að því að Rússar hafi skotið flugvélina niður en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. „Hvað varðar orsakir brotlendingarinnar hafa þrjár ástæður verið gerðar opinberar. Mistök flugmanns, tæknileg bilun eða loftvarnarkerfi. Þetta eru þrjár orsakir af kannski tíu sem rannsóknaraðilar skoða,“ segir Anatólíj Khraptsjanskíj, úkraínskur flugsérfræðingur í viðtali við AP-fréttaveituna. Innan við mánuður er síðan Selenskí tók á móti F-16 flugvélinni, og fleirum til, sem Úkraínuher fékk að gjöf frá bandamönnum í vestri. Herinn hafði þá beðið lengi eftir þeim. „Ég er viss um að þetta muni ekki breyta þeirri ákvörðun að afhenda fleiri flugvélar því Úkraína þarf að styrkja lofvarnir sínar núna,“ segir Khraptsjanskíj. Síðasta sólarhringinn hafa bæði Rússar og Úkraínumenn gert mannskæðar árásir á andstæðinginn. Fimm létust í árás Úkraínumanna á rússnesku borgina Belgorod í gærkvöldi og sorgardegi var í dag lýst yfir í úkraínsku borginni Karkív, þar sem sjö fórust í sprengjuárás Rússa í gær. Fjórtán ára stúlka er á meðal látinna. Þá hafa fleiri Úkraínumenn fallið í árásum Rússa í dag.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Rekur yfirmann flughersins Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. 31. ágúst 2024 07:30
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“