Lífið tók kollsteypu eftir ævintýralega Íslandsför Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. september 2024 21:02 Mæðginin Jane og Will nutu sín í botn á Íslandi. Aðsend „Þetta var svo skrítin upplifun. Nokkrum dögum áður var ég á Íslandi að drekkja í mig stórfenglega náttúrufegurð og orku og fannst ég vera ódauðleg. Áður en ég vissi af var ég kominn á þann stað að það var tvísýnt um líf mitt,“ segir Jane Fisher sem á dögunum setti upp ljósmyndasýningu með Íslandsmyndum í heimabæ sínum á Englandi. Myndirnar tóku Jane og sonur hennar í febrúar síðastliðnum en einungis sólarhring eftir að þau sneru heim frá Íslandi fékk Jane hjartaáfall. Markmið ljósmyndasýningarinnar er að safna fé til styrktar Bresku hjartasamtökunum. Jane er búsett í bænum Hexam á Norður Englandi og starfar sem svokallaður leiðtogaráðgjafi (e.leadership consultant). Hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn fyrir sex árum og kollféll fyrir landinu að eigin sögn. „Í öll þau skipti sem ég hef komið til Íslands hef ég fundið fyrir spennu og fyllst af orku um leið og flugvélin lendir. Það eru margir í kringum mig sem tala um að þeir vilji heimsækja Ísland og ég segi þeim alltaf að þeir verði að koma til landsins til að upplifa í alvörunni kraftinn og orkuna sem býr þar,“ segir Jane í samtali við Vísi. Tíu dagar á Íslandi Í febrúar síðastliðnum hélt Jane ásamt Will, uppkomnum syni sínum í langþráð ferðalag til Íslands en mæðginin eru bæði áhugaljósmyndarar. „Þetta var fjórða Íslandsferðin mín en Will hafði aldrei komið áður. Honum hafði lengi dreymt að heimsækja Ísland og taka myndir. “ Um það leyti sem hún steig út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli byrjaði Jane skyndilega að finna fyrir andnauð og brjóstverk. „Ég hafði aldrei fundið fyrir slíkum einkennum áður. Ég var kappklædd og var móð og másandi að burðast með einhver tíu kíló af allskyns ljósmyndabúnaði og gerði ráð fyrir að það væri að valda þessum andþyngslum og verkjum. Þannig að ég hunsaði þetta bara.“ Hér má sjá eina af þeim mörgu stórfenglegu myndum sem mæðginin tóku á Íslandi.Jane Fisher Mæðginin dvöldu næstu tíu daga á Íslandi og heimsóttu meðal annars Vík, Jökulsárlón, Hof, Vestrahorn, Borgarnes, Fellsfjöru, Kirkjubæjarklaustur, Búðir og Goðafoss. Þau drukku í sig náttúrufegurðina og tóku ljósmyndir af norðurljósum, íshellum og fjöllum. Jane hélt áfram að finna fyrir andnauð og verkjum þessa tíu daga sem mæðginin dvöldu á Íslandi. „Will grínaðist með að ég hlyti að vera orðin svona gömul og úthaldið væri greinilega að minnka með aldrinum, og ég hló með honum. Seinasta daginn í ferðinni vorum við stödd í Reykjavík og ég fékk aftur þennan heiftarlega brjóstverk, sem var núna byrjaður að leiða út í handlegginn. Og ég hugsaði með mér að réttast væri nú að láta tékka á þessu þegar við kæmum aftur heim til Englands. Ég þakka nú bara fyrir að það kom ekkert fyrir í flugvélinni á leiðinni heim. “ Hér má sjá eina af ljósmyndunum sem eru til sýnis á sýningu Jane.Jane Fisher Ógnvekjandi upplifun Tæpum sólarhring eftir að mæðginin sneru aftur heim frá Íslandi var Jane flutt með hraði á sjúkrahús í Newcastle. Um borð í sjúkrabílnum var henni tjáð að líklegast væri hún að fá hjartaáfall. „Þetta var virkilega ógnvekjandi, að liggja þarna um nóttina, í allskyns rannsóknum og vita ekkert hvað væri að gerast. Ég beið bara og vonaði að ég myndi lifa nóttina af. “ Nokkrum vikum seinna kom í ljós að Jane var með undirliggjandi, arfgengan hjartagalla, sem veldur því að hjartaveggurinn þykknar og stífnar og á erfiðara með dæla blóði um líkamann. Greiningin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þremur mánuðum seinna , eftir frekari rannsóknir, minnkaði „áhættustigið“ og líf Jane fór að komast í eðlilegra horf. Hún segir veikindin hafa tekið sinn toll, ekki bara líkamlega heldur líka andlega. „Íslandsferðin og allt sem gerðist í kjölfarið, veikindin og greiningin sem ég fékk, þetta hefur kennt mér að sýna meiri aðgát, hlusta á líkamann og staldra við. Og beina athyglinni að því sem gefur mér ánægju. “ Eitt stórt ævintýri Jane segir hugmyndina að ljósmyndasýningunni hafa komið frá Will, syni hennar sem hafi átt erfitt með að horfa upp á þau áhrif sem veikindin höfðu á móður hans; þau drógu úr henni lífskraftinn og orkuna. Breskir staðarmiðlar á borð við Chronicle Live og Hexham Courant fjölluðu um ljósmyndasýninguna á dögunum. „Mig vantaði eitthvað verkefni, einhvern tilgang, eitthvað til að draga athyglina frá þessu áfalli sem ég var búin að ganga í gegnum. Og mig langaði að skapa eitthvað jákvætt. Það er eitthvað við Ísland sem fær mig til að koma þangað aftur og aftur. Það er eitthvað við landið sem fyllir mig orku og lífskrafti og umhverfið þar hefur einhvern óútskýrðan lækningamátt. Jane segir náttúruna á Íslandi búa yfir einstökum lækningamætti.Aðsend Útivist og náttúran hafa spilað mjög stórt hluverk í mínu bataferli undanfarna mánuði, og það er eitthvað einstakt við náttúruna á Íslandi, hún er svo töfrandi og lætur mér líða eins og ég hafi yngst um mörg ár. Þaðan kemur nafnið á sýningunni „Ævintýri og uppynging (e. Adventure and Rejuvenation.) Af því að Íslandsferðin var eitt stórt ævintýri," segir Jane. „Mér finnst stórkostlegt að geta deilt dramatíska landslaginu á Íslandi með öðrum, og á sama tíma látið gott af mér leiða.“ England Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Myndirnar tóku Jane og sonur hennar í febrúar síðastliðnum en einungis sólarhring eftir að þau sneru heim frá Íslandi fékk Jane hjartaáfall. Markmið ljósmyndasýningarinnar er að safna fé til styrktar Bresku hjartasamtökunum. Jane er búsett í bænum Hexam á Norður Englandi og starfar sem svokallaður leiðtogaráðgjafi (e.leadership consultant). Hún heimsótti Ísland í fyrsta sinn fyrir sex árum og kollféll fyrir landinu að eigin sögn. „Í öll þau skipti sem ég hef komið til Íslands hef ég fundið fyrir spennu og fyllst af orku um leið og flugvélin lendir. Það eru margir í kringum mig sem tala um að þeir vilji heimsækja Ísland og ég segi þeim alltaf að þeir verði að koma til landsins til að upplifa í alvörunni kraftinn og orkuna sem býr þar,“ segir Jane í samtali við Vísi. Tíu dagar á Íslandi Í febrúar síðastliðnum hélt Jane ásamt Will, uppkomnum syni sínum í langþráð ferðalag til Íslands en mæðginin eru bæði áhugaljósmyndarar. „Þetta var fjórða Íslandsferðin mín en Will hafði aldrei komið áður. Honum hafði lengi dreymt að heimsækja Ísland og taka myndir. “ Um það leyti sem hún steig út úr flugvélinni á Keflavíkurflugvelli byrjaði Jane skyndilega að finna fyrir andnauð og brjóstverk. „Ég hafði aldrei fundið fyrir slíkum einkennum áður. Ég var kappklædd og var móð og másandi að burðast með einhver tíu kíló af allskyns ljósmyndabúnaði og gerði ráð fyrir að það væri að valda þessum andþyngslum og verkjum. Þannig að ég hunsaði þetta bara.“ Hér má sjá eina af þeim mörgu stórfenglegu myndum sem mæðginin tóku á Íslandi.Jane Fisher Mæðginin dvöldu næstu tíu daga á Íslandi og heimsóttu meðal annars Vík, Jökulsárlón, Hof, Vestrahorn, Borgarnes, Fellsfjöru, Kirkjubæjarklaustur, Búðir og Goðafoss. Þau drukku í sig náttúrufegurðina og tóku ljósmyndir af norðurljósum, íshellum og fjöllum. Jane hélt áfram að finna fyrir andnauð og verkjum þessa tíu daga sem mæðginin dvöldu á Íslandi. „Will grínaðist með að ég hlyti að vera orðin svona gömul og úthaldið væri greinilega að minnka með aldrinum, og ég hló með honum. Seinasta daginn í ferðinni vorum við stödd í Reykjavík og ég fékk aftur þennan heiftarlega brjóstverk, sem var núna byrjaður að leiða út í handlegginn. Og ég hugsaði með mér að réttast væri nú að láta tékka á þessu þegar við kæmum aftur heim til Englands. Ég þakka nú bara fyrir að það kom ekkert fyrir í flugvélinni á leiðinni heim. “ Hér má sjá eina af ljósmyndunum sem eru til sýnis á sýningu Jane.Jane Fisher Ógnvekjandi upplifun Tæpum sólarhring eftir að mæðginin sneru aftur heim frá Íslandi var Jane flutt með hraði á sjúkrahús í Newcastle. Um borð í sjúkrabílnum var henni tjáð að líklegast væri hún að fá hjartaáfall. „Þetta var virkilega ógnvekjandi, að liggja þarna um nóttina, í allskyns rannsóknum og vita ekkert hvað væri að gerast. Ég beið bara og vonaði að ég myndi lifa nóttina af. “ Nokkrum vikum seinna kom í ljós að Jane var með undirliggjandi, arfgengan hjartagalla, sem veldur því að hjartaveggurinn þykknar og stífnar og á erfiðara með dæla blóði um líkamann. Greiningin kom eins og þruma úr heiðskýru lofti. Þremur mánuðum seinna , eftir frekari rannsóknir, minnkaði „áhættustigið“ og líf Jane fór að komast í eðlilegra horf. Hún segir veikindin hafa tekið sinn toll, ekki bara líkamlega heldur líka andlega. „Íslandsferðin og allt sem gerðist í kjölfarið, veikindin og greiningin sem ég fékk, þetta hefur kennt mér að sýna meiri aðgát, hlusta á líkamann og staldra við. Og beina athyglinni að því sem gefur mér ánægju. “ Eitt stórt ævintýri Jane segir hugmyndina að ljósmyndasýningunni hafa komið frá Will, syni hennar sem hafi átt erfitt með að horfa upp á þau áhrif sem veikindin höfðu á móður hans; þau drógu úr henni lífskraftinn og orkuna. Breskir staðarmiðlar á borð við Chronicle Live og Hexham Courant fjölluðu um ljósmyndasýninguna á dögunum. „Mig vantaði eitthvað verkefni, einhvern tilgang, eitthvað til að draga athyglina frá þessu áfalli sem ég var búin að ganga í gegnum. Og mig langaði að skapa eitthvað jákvætt. Það er eitthvað við Ísland sem fær mig til að koma þangað aftur og aftur. Það er eitthvað við landið sem fyllir mig orku og lífskrafti og umhverfið þar hefur einhvern óútskýrðan lækningamátt. Jane segir náttúruna á Íslandi búa yfir einstökum lækningamætti.Aðsend Útivist og náttúran hafa spilað mjög stórt hluverk í mínu bataferli undanfarna mánuði, og það er eitthvað einstakt við náttúruna á Íslandi, hún er svo töfrandi og lætur mér líða eins og ég hafi yngst um mörg ár. Þaðan kemur nafnið á sýningunni „Ævintýri og uppynging (e. Adventure and Rejuvenation.) Af því að Íslandsferðin var eitt stórt ævintýri," segir Jane. „Mér finnst stórkostlegt að geta deilt dramatíska landslaginu á Íslandi með öðrum, og á sama tíma látið gott af mér leiða.“
England Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Ástin og lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira