Hóta að breyta kjarnorkuvopnastefnu vegna stuðnings við Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 23:20 Vladímír Pútín Rússlandsforseti á fundi um öryggismál. Rjabkov aðstoðarutanríkisráðherra er fremst vinstra megin á myndinni. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hóta því nú að breyta stefnu sinni um hvenær þau eru tilbúin að beita kjarnavopnum vegna stuðnings vestrænna ríkja við Úkraínu. Þau saka Vesturlönd um að „ganga of langt“ í stríði sem Rússland hóf. Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Rússar eiga stærsta kjarnorkuvopnabúr í heimi og þeir hafa ítrekað ýjað að því að þeir gætu beitt þeim til þess að fæla vestræn lýðræðisríki frá því að aðstoða Úkraínumenn í að verjast innrás þeirra. Daginn sem innrásin hófst hótaði Vladímír Pútín forseti því að þeir sem reyndu að stöðva Rússa fengju að kenna á því á „hátt sem þeir hefðu aldrei upplifað áður“. Nú hafa rússneskir fjölmiðlar eftir Sergei Rjakbov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, að stjórnvöld séu langt komin með breytingar á kjarnorkuvopnastefnu sinni og að þau hafi kláran ásetning um „leiðréttingar“. Breytingarnar rakti Rjabkov til „stigmögnunar“ vestrænna andstæðinga Rússlands í tengslum við stríðið í Úkraínu. Dmitríj Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sakaði vestræn ríki um að ganga of langt í viðtali sem birtist í dag. Hann fullyrti að Rússar gerðu hvað sem þurfa þyrfti til þess að verja hagsmuni sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úkraínumenn hafa undanfarnar vikur notað vestræn vopn til þess að hernema landsvæði í Kúrsk-héraði í Rússlandi sem Rússar hafa átt erfitt með að svara. Sú gagninnrás virtist gera lítið úr yfirlýsingum Pútíns sem virtist ætlað að láta vestræn ríki óttast að hann gæti beitt kjarnavopnum ef þau taka of virkan þátt í vörnum Úkraínu. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, vill að vestrænir bandamenn leyfi Úkraínumönnum að nota vopn til þess að gera gagnárásir lengra inn í Rússland, þaðan sem árásir eru gerðar yfir landamærin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Hernaður Tengdar fréttir Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11 Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Æfa notkun „taktískra“ kjarnorkuvopna Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn. 21. maí 2024 19:11
Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna María Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, hélt því fram í morgun að Rússar hefðu aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna í tengslum við innrásina í Úkraínu. Hún skammaðist út í ráðamenn í Bandaríkjunum fyrir að halda því fram og sakaði þá um ábyrgðarleysi. 19. maí 2022 11:11