Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2024 08:35 Bjarni Benediktsson og Franklín Ernir Kristjánsson. Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. „Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi,“ segir Franklín í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann greinir frá því að „Valhöll“ hafi sett sig upp á móti því að viðtöl yrðu tekin um stöðu flokksins á flokksráðsfundinum um helgina. „Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn,“ segir Franklín. Óþægileg spenna hafi legið í loftinu á flokksþinginu, þar sem menn hefðu beðið „örvæntingafullir“ eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við því að mælast með minna fylgi en Miðflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Bíði eftir því að „syndakladdinn“ þurrkist út Að sögn Franklíns freistaði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, þess að axla ábyrgð en greip á sama tíma til þeirrar myndlíkingar að flokkurinn væri eins og íþróttalið og nú mætti ekki bara leggjast í jörðina og grenja. „Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara,“ segir Franklín hinsvegar. „Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið.“ Franklín segir ekkert hafa orðið úr því að menn fengju að spyrja forystuna spjörunum úr á flokksþinginu. Niðurstaða fundarins virðist hafa verið sú að planið væri að Bjarni endurheimti fyrri vinsældir eða að „syndakladdi flokksins“ þurrkaðist út þegar Bjarni færi. „Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt,“ segir Franklín. „Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Það er alveg með ólíkindum að flokkur sem státar sig af því að hafa fært Íslendingum frjálst útvarp stundi ritskoðun á sínum eigin fjölmiðlavettvangi,“ segir Franklín í aðsendri grein á Vísi, þar sem hann greinir frá því að „Valhöll“ hafi sett sig upp á móti því að viðtöl yrðu tekin um stöðu flokksins á flokksráðsfundinum um helgina. „Valhöll fékk sendar upplýsingar um umræðuefni og viðmælendur og ekki leið á löngu þar til að Valhöll hafði samband til baka og greindi frá því að að flokkurinn vildi ekki að staða flokksins yrði rædd út á við. Því þyrfti að taka fyrir annað umræðuefni. Þess í stað lagði starfsmaður Valhallar góðlátlega til að við myndum ræða fasteignamarkaðinn,“ segir Franklín. Óþægileg spenna hafi legið í loftinu á flokksþinginu, þar sem menn hefðu beðið „örvæntingafullir“ eftir því að sjá hver viðbrögð forystu flokksins yrðu við því að mælast með minna fylgi en Miðflokkurinn í nýrri skoðanakönnun. Bíði eftir því að „syndakladdinn“ þurrkist út Að sögn Franklíns freistaði formaðurinn, Bjarni Benediktsson, þess að axla ábyrgð en greip á sama tíma til þeirrar myndlíkingar að flokkurinn væri eins og íþróttalið og nú mætti ekki bara leggjast í jörðina og grenja. „Ef líkja á Sjálfstæðisflokknum við íþróttalið þá myndu allir íþróttasérfræðingar landsins vera sammála mér í því að „liðið“ þarf hreinlega að skipta um þjálfara,“ segir Franklín hinsvegar. „Ef þjálfarinn er ekki tilbúinn að láta af störfum þá er eðlilegt fyrir aðdáendur að krefjast þess að hann skipti um leikplan eða að leikmönnum sé skipt út. Það þarf allavega mikið að gerast ef að liðið á að komast á verðlaunapall þegar að leiktíðinni er lokið.“ Franklín segir ekkert hafa orðið úr því að menn fengju að spyrja forystuna spjörunum úr á flokksþinginu. Niðurstaða fundarins virðist hafa verið sú að planið væri að Bjarni endurheimti fyrri vinsældir eða að „syndakladdi flokksins“ þurrkaðist út þegar Bjarni færi. „Það er álíka bjartsýnt og að bíða eftir því að Sigmundur Davíð eldi hakkið sitt,“ segir Franklín. „Staðan er einfaldlega sú að vildarpunktarnir eru runnir út og við erum á leið í næsta flug. Ef eitthvað á að breytast fyrir kosningar þá þurfa sjálfstæðismenn að vera samstíga í því að hreinsa húsið þannig hægt sé að taka á móti nýjum gestum. Fyrsta skrefið við að leysa vandamál er að horfast í augu við veruleikann og viðurkenna vandamálið sem er fyrir hendi. Við getum ekki lengur lifað í búbblu Valhallar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira