Unglingaslagsmál á Selfossi á borði lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 2. september 2024 10:10 Slagsmálin voru við Ölfusárbrú á Selfossi. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar slagsmál unglinga undir Ölfusárbrú á Selfossi í gærkvöldi. Íbúi í bænum fullyrðir að fjórir til fimm grímuklæddir hafi ráðist að einum. Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð. Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Uppi varð fótur og fit í hópi íbúa á Selfossi í gær þar sem foreldrar voru hvattir til að ræða við börnin sín. Þorsteinn Kristinsson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi segir rannsókn málsins á algeru frumstigi. Hann segir lögreglu nú afla gagna í málinu en það sem sé til skoðunar séu myndbandsupptökur af atvikinu sem og upptökur úr eftirlitsmyndavélum á svæðinu. „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og við erum að reyna að ná utan um þetta. Það er verið að leita í öllum myndavélum sem eru þarna og svo eru einhver myndskeið sem hafa verið tekin upp sem við erum að nota,“ segir Þorsteinn. Eru þau í dreifingu? „Ég veit það ekki nákvæmlega. Við erum með höndum myndband en ég veit ekki hvort, hvar eða hversu mikla dreifingu það hefur fengið.“ Alltaf alvarlegt Þorsteinn segir lögreglu vita að um hóp manna var að ræða. Það sé unnið að því að komast að því hverjir þeir eru. „Þolandinn er þekktur. Við höfum náð sambandi við hann. Þetta er hópur manna. Það er ljóst. En hver gerði hvað það er allt til rannsóknar,“ segir Þorsteinn. Drengurinn leitaði á slysadeild eftir árásina. „Það má segja að þetta hafi sloppið til en þetta er alltaf alvarlegt,“ segir hann um áverka drengsins. Huldu andlit sín Að neðan má sjá færslu móður sem lýsti því sem hún varð vitni að. Hún hefði tilkynnt málið til lögreglu. „Fyrr í kvöld voru ljót slagsmál við/undir Ölfusárbrú, Tryggvaskálamegin. Ef þú átt strák ca 15-18 ára með áverka eftir kvöldið væri ráð að spjalla við hann og reyna að fá frekari upplýsingar. Þetta voru 4-5 strákar á móti einum. Nokkrir áhorfendur til hliðar. Greinilega skipulagt því gerendur og áhorfendur földu andlit sín með grímum og hettum. Þetta voru grimm slagsmál en leystust upp þegar vitni reyndu að stoppa þá. Lögreglan var kölluð til og komu rétt eftir að þeir hlupu í burtu. Veit ekki hvort þeir náðu í skottið á einhverjum þeirra.“ Ráðist á dreng á leið í sund Þá vakti kona í Breiðholti athygli á því að hafa orðið vitni að líkamsárás fyrir utan Breiðholtslaug á öðrum tímanum í gær. Lýsti hún því að hópur ungra krakka, líklega fimm, ráðist að unglingsdreng á leið í sund. Þolandinn og vinir hans hefðu verið af asískum uppruna. „Hann var vankaður eftir þung og mikil högg og í áfalli og afþakkaði alla aðstoð bæði frá mér og starfsfólki laugarinnar. Ég hef áhyggjur af því að hann hafi hlotið heilahristing og meiri skaða af þessu en hann þorði að viðurkenna, elsku drengurinn og því er mikilvægt að hann komist undir læknishendur.“ Hvatt er til þess í þessari umræðu sem fleirum að foreldrar taki höndum saman og reyni að takast á við ofbeldi ungmenna. „Ræðum við börnin, stoppum þetta rugl!“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Árborg Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira