Áskorun til landlæknis Auðbjörg Reynisdóttir skrifar 2. september 2024 12:02 Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ein þeirra sem hef stutt náinn ættingja í erfiðum veikindum í mörg ár og sé með eigin augum breytingar á gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Á þessu ári varð ég vör við verulega hnignun í hjúkrun hans. Óvönduð umönnun á háskólasjúkrahúsi er upphafið að þessari áskorun. Ítrekuð samskipta vandamál yfir í hreina vanrækslu voru daglegt brauð. Álagi var kennt um og sömu vandamálin endurtóku sig aftur og aftur. Klárlega versnandi gæði og minna öryggi sem ég hef grun um að sé að smitast út um allt heilbrigðiskerfið. Við reyndum að láta starfsmenn vita en þeir fullyrtu að ekki væri ástæða til að skrá atvik. Þegar ég fann engan hjúkrunarfræðing á deildinni sem hafði yfirsýn og fylgdist með meðferð viðkomandi varð mér verulega brugðið. „Við höfum ekkert svoleiðis“ var svarið þegar ég spurði hver væri hans ábyrgi hjúkrunarfræðingur. Ábyrgur læknir hafði ekki áhuga á að ræða vandamál í hjúkrun hans og enginn hjúkrunarfræðingur sat fjölskyldufundi yfir 2ja mánaða tímabil. Þegar ég sé aðsteðjandi hættu, háskalegar aðferðir sem ég veit að hafa skaðaða aðra verð ég að hækka röddina. Hver tekur við þeirri ábendingu og sannfærir okkur um að þetta verði lagfært? Hvað get ég gert án þess að eyða dýrmætri orku í kvörtun til Embættis landlæknis og bíða í 2-5 ár eftir niðurstöðu? Jú, ég sendi inn skriflega kvörtun á deildarstjóra, á athugasemdagátt spítalans með afrit til gæðadeildar og framkvæmdastjóra hjúkrunar. Ég var ekki tilbúin að taka hefðbundinni þögn. Sem betur fer svaraði framkvæmdastjóri hjúkrunar. Í samtali við hann sagði hann að það væri „erfitt að koma þessu hlutverki fyrir eftir breytingar á vaktaskipulagi í tengslum við styttingu vinnuvikunnar.“ Þetta er þá ekki bara á þessari einu deild heldur víðar. Ég skora á landlækni að: A. Greina hversu stór hluti sjúklinga á legu og hjúkrunardeildum landsins hafa skráðan ábyrgan hjúkrunarfræðing og ábyrgan lækni?(ábyrgur sjúkraliði í sumum tilfellum er alveg jafn mikilvægt). B. Fylgja því eftir að hlutverk þessi verði til staðar áfram til að tryggja öryggi sjúklinga. Sjúklingur á hafi einhvern sem hefur yfirsýn, tryggir að meðferð sé eins og hún á að vera og sér til þess að sjúkraskráin sé færð með viðunandi hætti. Sjúklingur á rétt á þessum upplýsingum og þá veit hann einnig hvert hann á að leita þegar eitthvað fer úrskeiðis. Dómstólar líta skort á faglegri ábyrgð alvarlegum augum, Í niðurstöðum Héraðsdóms Reykjavíkur 23. september 2020 (mál nr. E-260/2019) kemur fram að ekki var skráður ábyrgur læknir, það átti stóran þátt í að maður lét lífið eftir skurðaðgerð. Sama hlýtur að gilda um ábyrgð hjúkrunarfræðinga. Fölskyldunni voru dæmdar bætur. Við verðum að læra af sögum eins og þessari og endurtaka ekki aftur sömu mistökin. Þar sem hlutverkið „ábyrgur hjúkrunarfræðingur“ er greinilega á undanhaldi þarf að skýra hver ber ábyrgð á þeim verkefnum. Ég á erfitt með að sjá að ábyrgur læknir eða aðstandendur taki það að sér. Ef flaggskip heilbrigðiskerfisins er á þessari hættulegu vegferð ætti að meta hvernig staðan er á landinu öllu. Ég óska eftir upplýsingum um hvert annað ég gæti beint þessari áskorun ef þetta er ekki hlutverk embættisins. Alla vega þarf að fylgjast með þessari neikvæðu en hljóðlátu þróun og stýra í rétta átt áður en illa fer. Á meðan staða þessi er óljós vil ég hvetja alla sjúklinga og aðstandendur þeirra sem eru inni á sjúkrastofnunum að kynna sér hver er skráður ábyrgur læknir og ábyrgur hjúkrunarfræðingur. Það er skylda samkvæmt fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu sjúkraskrár. Við sem notendur verðum að fylgja því eftir að réttur okkar sé virtur af sérfræðingum kerfisins. Góð og örugg þjónusta verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanna þegar þjónustan er veitt, ekki í fundarherbergjum stjórnenda eða embættismanna. Það er þetta samstarf sem þarf að efla. Virðingarfyllst, Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur, MBA.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun