Utanríkismálin meira áberandi og Pennsylvanía í brennidepli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2024 19:53 Silja sagði utanríkismálin hafa meiri vigt en oft áður og að afstaða manna hvað þau varðaði gæti raunar skipta sköpum. „Við sem erum í alþjóðastjórnmálum erum yfirleitt mjög sár yfir því að fólk kýs ekki út á utanríkismál,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, í umræðum um forsetakosningarnar vestanhafs í nýjum þætti af Baráttan um Bandaríkin. Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um. Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Til umræðu í þættinum í dag voru meðal annars baráttumál Kamölu Harris, forsetaefnis Demókrataflokksins, og Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaefnis Repúblikanaflokksins. Hvað utanríkismálin varðar benti Silja á að innan Demókrataflokksins væri helst óeining varðandi átökin á Gasa og að afdráttarlaus stuðningur Bandaríkjastjórnar við Ísrael gæti kostað Harris sigur í barátturíkinu Michigan, þar sem er að finna stóran hóp af Bandaríkjamönnum af miðausturlenskum uppruna. Demókratar væru hins vegar sammála hvað varðaði Úkraínu en þessu væri þveröfugt farið í Repúblikanaflokknum; hann væri einróma í stuðningi sínum við Ísrael en klofinn varðandi fjárframlög og hernaðaraðstoð til handa Úkraínumönnum. „Þau eru samt ofar á borði margra kjósenda í Bandaríkjunum núna en oft áður,“ sagði Silja um utanríkismálin. Um væri að ræða tiltölulega litla hópa kjósenda, sem gætu engu að síður haft mikil áhrif vegna kjörmannakerfisins. Umræddir hópar, þeir sem tækju afstöðu hvað varðar utanríkismálin, væru ef til vill ekki að fara að kjósa hinn kandídatinn en gætu ráðið úrslitum með því að sitja heima í stað þess að mæta á kjörstað. Afar tvísýnt um úrslit Nýjustu skoðananannir voru einnig til umræðu en afar mjótt er á munum, bæði á landsvísu og í hinum svokölluð barátturíkjum. Harris mælist með þriggja prósenta forskot á Trump samkvæmt New York Times en það dugir henni ekki til. „Þarna er, eins og þú segir, mjög mjótt á munum í mörgum ríkjum og ef við gefum okkur að útkoman sé í takt við kannanirnar eins og þær eru í dag, þá í raun og veru snýst allt um Pennsylvaníu,“ sagði Silja en hnífjafnt er á milli forsetaefnanna þar. Staðan í skoðanakönnunum vestanhafs samkvæmt New York Times. „Það sem við höfum séð núna í vikunni er að Demókratarnir, Harris og Walz, eru til dæmis að fara til Georgíu þar sem er gríðarlega tæpt í mælingum og bara með því að ná að snúa örfáum atkvæðum þar þá gætu þau aukið forskot sitt. Þannig að þetta er kannski það sem mér hefur þótt mest spennandi núna í vikunni alla vega, það eru Georgía og svo held ég að Pennsylvanía sé það sem maður hefur augun á alveg fram að kjördegi,“ sagði Silja. Fyrirkomulag forsetakosninganna og kjörmannakerfið, þar sem menn þurfa að tryggja sér 270 kjörmenn hið minnsta af 528 til að hljóta útnefninguna, gerir það að verkum að Demókratar þurfa að vinna með að minnsta kosti þriggja til fimm prósenta mun á landsvísu til að hljóta nógu marga kjörmenn. Silju benti í þessu samhengi á að skoðanakannanir á vegum Demókrata sýndu að enn mjórra væri á munum en aðrar gæfu vísbendingar um.
Baráttan um Bandaríkin Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira