Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. september 2024 17:39 Sigtryggur Ari Jóhannsson Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira