Samfélagið í sjokki en lífið gengur samt sinn vanagang Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 20:01 Jökull Veigarsson hefur síðustu daga verið í Lviv í Úkraínu við sjálfboðastörf ásamt eiginkonu sinni, Heather Burson. Móðir og dætur hennar þrjár eru á meðal sjö sem létust í loftárás Rússa á borgina Lviv í vestanverðri Úkraínu. Íslendingur í borginni, sem var í miklu návígi við mestu sprengingarnar, segir lífið hafa gengið sinn vanagang í dag, þrátt fyrir að samfélagið sé í sjokki. Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Lviv er í vestanverðri Úkraínu, rétt við landamæri Póllands. og hefur að miklu leyti sloppið við stríðsátökin síðustu misseri. Snemma í morgun gerðu Rússar árás á borgina, með þeim afleiðingum að móðir og þrjár dætur hennar létust. Fjölskyldufaðirinn komst einn lífs af. Á meðal annarra látinna voru ungabarn og stúlka, að sögn yfirvalda á svæðinu. Tugir særðust að auki. Jökull Veigarsson íslenskur sjálfboðaliði í Lviv leitaði skjóls í sprengjuskýli í nótt þegar viðvörunarflautur fóru í gang. „Þegar við vorum búin að vera þarna í um einn og hálfan, tvo tíma, þá fór virkilega að hitna í kolunum. Þú fylgist í raun með stríðinu í símanum þínum. Þetta er algjör geðveiki. Þetta lenti einum og hálfum kílómetra frá okkur og við fundum bara allt hristast.“ Jökull segir að hann og Heather eiginkona hans hafi ekki upplifað sig í beinni hættu en þeim hafi vissulega runnið kalt vatn milli skinns og hörunds þegar fregnir bárust af því að Rússar hefðu skotið ofurhljóðfráum flugskeytum, oft kölluð Dagger. „Þegar þú sérð að Dagger er að lenda á borginni þinni, þá ertu alveg hræddur. Það er ekkert djók sko,“ segir Jökull. Hjónin eru til skamms tíma sjálfboðaliðar í eldhúsi, sem starfrækt er af eldri, úkraínskum konum í Lviv. Þar eru útbúnar máltíðir sem sendar eru til hermanna á víglínunni. „Samfélagið er í sjokki en við mættum samt öll niður í eldhús í morgun að skræla gulrætur þannig að það stoppar okkur ekki neitt hér,“ segir Jökull. Hann bendir á að hægt sé að leggja sjálfboðaliðum eldhússins lið hér. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði af sér í dag og bættist þar með í hóp annarra ráðherra sem gert höfðu slíkt hið sama síðustu daga. Um er að ræða umfangsmestu uppstokkun innan ríkisstjórnar Vólódímírs Selenskís frá því innrás Rússa hófst. Með þessu er Selenskí sagður vilja stokka spilin upp á nýtt fyrir átök vetrarins, sem verði hörð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Sjö látnir í árásum Rússa á Lviv og utanríkisráðherrann að hætta Að minnsta kosti sjö létu lífið, þeirra á meðal þrjú börn, þegar Rússar gerðu loftárás á borgina Lviv í Úkraínu í nótt. Lviv er í vesturhluta landsins, nálægt landamærunum að Póllandi, og hefur að miklu leyti sloppið við átökin undanfarin misseri. 4. september 2024 07:05
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“