Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 4. september 2024 23:02 Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun