Project 2025 og Bandaríkin eftir Trump: „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. september 2024 07:50 Silja Bára sagði að menn ættu ekki endilega að taka Trump bókstaflega en alvarlega. „Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur en það er ekkert sjálfsagt að þetta gangi allt í gegn,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, um Project 2025 í þættinum Baráttan um Bandaríkin á miðvikudag. Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Project 2025 hefur verið lýst sem „óskalista“ öfgafullra íhaldsmanna, sem menn hyggjast reyna að hrinda í framkvæmd ef Donald Trump kemst aftur í Hvíta húsið. Verkefnið er á vegum The Heritage Foundation en á heimasíðu þess segir að að því standi yfir 100 samtök. Áætlunin er hugsuð sem nokkurs konar leiðarvísir fyrir næsta íhaldssama forseta Bandaríkjanna en á heimasíðunni segir meðal annars að markmiðið sé að uppræta „djúpríkið“ og færa valdið aftur til fólksins í landinu. Tillögurnar fela meðal annars í sér að allt skrifræði alríkisins, þar með taldar sjálfstæðar stofnanir, yrðu færðar beint undir forsetann, sem hefði yfir þeim skipunarvald. Þá yrði sett á stofn ný stofnun sem yrði falið að framfylgja útlendingalögum og veggur Trump við landamærin kláraður. Dregið yrði verulega úr fjárframlögum og rannsóknum í þágu loftslagsmála og jarðefnaeldsneytin tekin í sátt á ný. Þungunarrofslyfið mifepristone yrði tekið af markaði og hjónabandið og fjölskyldan skilgreind út frá viðmiðum Biblíunnar. Silja sagði sjálfsagt að fylgjast með Project 2025 og þróun mála, þannig að það kæmi fólki ekki á óvart ef gerðar yrðu tilraunir til að hrinda tillögunum í framkvæmd. „Alveg eins og fólk sagði með Trump á sínum tíma; Ókei, þú þarft ekki að taka hann bókstaflega en þú þarft að taka hann alvarlega,“ sagði Silja. „Í dag er þetta flokkur Trump“ Til umræðu í þættinum á miðvikudaginn var meðal annars hvað er í húfi í forsetakosningunum vestanahafs og hvað varðar Trump og stöðu Bandaríkjanna í heiminum, sagði Silja nú væri spurning hvort Bandaríkin færðust nær stefnu Trump, sem hefði sýnt utanríkismálum takmarkaðan áhuga, eða hvort stefna Biden yrði ofan á. Menn hefðu ekki alltaf verið sáttir við stefnu og framgöngu Bandaríkjanna en horft til þeirra hvað varðar stöðugleika. „Stöðugleiki er ekki eitthvað sem fylgir Trump,“ benti Silja á. „Í dag er þetta flokkur Trumps,“ svaraði Silja þegar hún var beðin um að fabúlera aðeins um það hvað myndi gerast með brotthvarfi Trumps af hinum pólitíska sviði, hvort sem það yrði núna eða eftir fjögur ár, bæði innan Repúblikanaflokksins og í Bandaríkjunum almennt. „Oftast nær þegar frambjóðandi tapar þá víkur hann og reynir ekki aftur, þetta er mjög óvenjulegt að maður sem tapaði kosningum reyni aftur og fái ekki meiri andstöðu en raun bar vitni,“ sagði Silja. Það væri opin spurning hvort Repúblikanaflokkurinn, þar sem Trump hefur komið ættingjum og kunningjum fyrir í völdum stöðum, yrði áfram flokkur Trump og þá líka hvort samflokksmenn en andstæðingar Trump myndu freista þess að stofna nýjan flokk. Silja sagði ljóst að svokallaðri MAGA-hreyfingu hefði gengið vel mjög víða. „Hvort það verður til lengri tíma? Það er spurningin. Verður Trump reglan eða verður hann frávik?“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira