Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 23:26 Það fór vel á með Stjörnu-Neil og Stjörnu-Sævari þegar þeir hittust í Hayden-stjörnuverinu í New York. Sævar Helgi Bragason Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson. Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson.
Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira