Í tilefni dagsins skrifaði Tinna einlæga færslu á Instagram og deildi mynd frá ferðalaginu.
„Hann á afmæli í dag, hann Ari minn.
Hann er 43 ára drengurinn.
Hann gerir öll ferðalög skemmtilegri og lætur mig hlæja endalaust.
Að fá að þroskast með honum er spennandi og fallegt.
Langfyndnasti og fallegi Ari minn.
Til hamingju með daginn. Mér þykir ekkert smá gaman að njóta hans með þér hér í New York.
Ég elska þig hringinn í kringum landið og út um víða veröld.“



Parið virðist hafa sérstakt dálæti á siglingum en í sumar fagnaði Tinna fertugsafmæli sínu um borð á snekkju við Reykjavíkurhöfn.
Ari hefur getið gott orð af sér sem uppistandari frá árinu 2009. Framan af kom hann fram með uppistandshópnum Mið-Íslandi en undanfarið hefur hann haldið uppistandssýningar víða um heim með góðum árangri. Tinna hefur verið í fyrirtækja- og verslunarrekstri síðastliðin tíu ár og er með BA gráðu í arkitektúr. Bæði eiga þau tvö börn úr fyrri samböndum