Nýi maðurinn allt í öllu þegar Ernirnir sóttu sigur í Brasilíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2024 12:01 Saquon Barkley var magnaður í nótt. Leandro Bernardes/Getty Images Eins og þekkt er orðið spilar NFL-deildin alltaf þónokkra leiki utan Bandaríkjanna ár hvert. Að þessu sinni fór leikur Philadelphia Eagles og Green Bay Packers í São Paulo í Brasilíu. Þar stal Saquon Rasul Quevis Barkley senunni með þremur snertimörkum fyrir Ernina frá Fíladelfíu. NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
NFL tímabilið 2024-25 fór af stað aðfaranótt föstudags með hádramatískum sigri ríkjandi meistara í Kansas City Chiefs á Baltimore Ravens. Aðfaranótt laugardags var komið að Eagles og Packers í leik sem fram fór í hinni fótboltaóðu Brasilíu. Um var að ræða fyrsta NFL-leik sögunnar í Suður-Ameríku. Líkt og fyrsti leikur tímabilsins þá var leikur Eagles og Packers hádramatískur. Jordan Love, leikstjórnandi Packers, haltraði af velli þegar sex sekúndur voru eftir, og varamaðurinn Malik Willis náði ekki að senda „heilaga Maríu“ í átt að endasvæðinu í því sem var lokasóknin, lauk leiknum með 35-29 sigri Eagles. Alls hittu 17 af 34 sendingum Love samherja, þar á meðal tvær fyrir snertimarki á meðan ein var gripin af mótherja. Jalen Hurts made sure to find Jordan Love after the game.Respect 💚 #GBvsPHI pic.twitter.com/kTkekdoKnU— NFL (@NFL) September 7, 2024 Barkley gekk í raðir Eagles í sumar og skrifaði undir þriggja ára samning en hann hafði spilað fyrir New York Giants frá 2018. Öll snerti mörk hans komu eftir að hann greip boltann og hljóp inn í endamarkið. Hann er fyrsti leikmaður Eagles til að skora þrjú snertimörk í einum og sama leiknum síðan Terrell Owens gerði það árið 2004. Wake up, @saquon has something to tell y'all🤳 pic.twitter.com/u6RchNLn5P— Philadelphia Eagles (@Eagles) September 7, 2024 Jalen Hurts, leikstjórnandi Eagles, kastaði fyrir tveimur snertimörkum en tvívegis var komist inn í sendingar hans. Þá greip A.J. Brown fimm sendingar fyrir Eagles, þar á meðal eina fyrir snertimarki. JALEN HURTS TO AJ BROWN. 67-YARD TD TO START THE SECOND HALF.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/Xq57EnstcK— NFL (@NFL) September 7, 2024 Jayden Reed skoraði hins vegar „lengsta“ snertimark leiksins en Packers voru 64 metra frá endasvæðinu þegar sóknin hófst. JAYDEN REED LEFT WIDE OPEN FOR THE 70-YARD TD.📺: #GBvsPHI on Peacock pic.twitter.com/cAvTn5HLLd— NFL (@NFL) September 7, 2024 Bæði lið áttu erfitt með að fóta sig á vellinum en aðeins fimm dögum áður hafði leikur í efstu deild karla í knattspyrnu farið fram á vellinum. Það kom þó ekki að sök ef þú spyrð Eagles sem byrja tímabilið á sigri. NFL-veisla Stöðvar 2 Sport heldur áfram á morgun, sunnudag, þar sem Miami Dolphins taka á móti Jacksonville Jaguars klukkan 16.55 á Stöð 2 Sport. Klukkan 17.00 er svo NFL Red Zone á dagskrá Stöðvar 2 Sport 3. Klukkan 20.20 er komið að leik Cleveland Browns og Dallas Cowboys á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira