Leitin hefur farið fram síðustu mánuði. Niðurstaða leitarinnar er að hættunni á heitavatnslausum Suðurnesjum er afstýrt, jafnvel þótt svo illa færi að Svartsengis nyti ekki við.
Kynningin fer fram í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu klukkan 15.30 en verður einnig í beinu streymi hér að neðan.
Á kynningunni verður einnig fjallað um góðan árangur af jarðhitaleit víða um land á undanförnum misserum og vinnu við uppfært jarðvarmamat fyrir landið allt, sem nú hefur verið hrundið af stað. Nánar hér á vef ráðuneytisins.