Frakkland með sannfærandi sigur á Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2024 20:51 Frakkar fagna. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Frakkland vann góðan 2-0 sigur á Belgíu á meðan Ítalía hefði þá átt að vinna Ísrael með meiri mun í leik sem fór fram á hlutlausum velli í Ungverjalandi. Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Randal Kolo Muani kom Frakklandi yfir eftir undirbúning Ousmane Dembélé þegar rétt tæpur hálftími var liðinn. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en það var hins vegar hart barist og fóru fjögur gul spjöld á loft. Dembélé sjálfur tvöfaldaði forystuna á 57. mínútu eftir að hinn síduglegi N‘Golo Kanté stakk boltanum inn á vængmanninn sem skoraði með frábæru skoti. Mbappe enjoyed that Ousmane Dembele screamer 🤝💥 pic.twitter.com/gI4WJbdTB0— LiveScore (@livescore) September 9, 2024 Mörkin urðu ekki fleiri og Frakkland vann góðan 2-0 sigur eftir óvænt tap gegn Ítalíu í fyrstu umferð Þjóðadeildarinnar. Ísrael tók á móti heitu liði Ítalíu í Ungverjalandi. Þar var Ítalía 1-0 yfir í hálfleik þökk sé sjóðandi heitum Davide Frattesi og Federico Dimarco, sá fyrrnefndi með markið og sá síðarnefndi með stoðsendinguna. Davide Frattesi kom Ítalíu yfir.EPA-EFE/Tibor Illyes HUNGARY OUT Eftir rúma klukkustund bætti Moise Kean við öðru marki Ítalíu þegar hann var réttur maður á réttum stað eftir að skot Giacomo Raspadori var varið. Var þetta fyrsta landsliðsmark Kean síðan árið 2021. Sandro Tonali hélt svo að hann hefði bætt við þriðja marki Ítalíu á 76. mínútu en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Mohammed Abu Fani minnkaði muninn fyrir Ísrael undir lok leiks og þar við sat, 2-1 sigur Ítalíu staðreynd. Staðan í riðli 2 í A-deild er því þannig að Ítalía er með sex stig, Frakkland og Belgía eru með þrjú stig á meðan Ísrael er án stiga.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira