Jones var goðsögn innan kvikmyndabransans og einn fárra leikara sem tókst að vinna svokölluð EGOT-verðlaun, það er að vinna til Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaun. Hann vann Emmy-verðlaun tvisvar, ein Grammy-verðlaun, þrenn Tony-verðlaun auk þess að fá heiðursverðlaun Akademíu Óskarsverðlaunanna árið 2012.
Jones hóf kvikmyndaferilinn í Stanley Kubrick-myndinni Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb árið 1964. Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni The Great White Hope árið 1971.
Þá sló hann í gegn í hlutverki Svarthöfða í fyrri Stjörnustríðs-þríleiknum (1977-1983) og tók upp þráðinn í Stjörnustríðsmyndum árin 2005 (Revenge of the Sith) og 2016 (Rogue One: A Star Wars Story).

Það sama gerði hann með hlutverk Mufasa í teiknimyndinni Konungi ljónanna frá árinu 1994 og lék hann á ný í endurgerð myndarinnar árið 2019.
Jones fæddist þann 17. janúar 1931 í Arkabutla í Mississippi-ríki.