Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð.
Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn.
Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun.
Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari.
Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt.