Íbúðin er 84,4 fermetrar að stærð á annari hæð í húsi sem var byggt árið 2023. Húsið er hannað af Arkþing/Nordic og sá Sæja innanhúshönnuðurinn Sæja um hönnunina að innan.
Flæðið í íbúðinni er gott og skipulagið nútímalegt.
Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, stórt alrými sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu og eitt baðherbergi. Úr alrýminu er útgengt á svalir til suðurs.
Parið fékk íbúðina afhenta 4. september síðastliðinn.



Sturla er einn ástsælasti leikari landsins og hefur sömuleiðis getið sér gott orð í tónlistinni. Í lok síðasta árs fór hann með hlutverk í leikritinu Ást Fedru á fjölum Þjóðleikhússins sem var í leikstjórn Kolfinnu.