Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 09:55 Lögreglumennirnir gengu heldur harkalega fram við handtökuna. Miami-Dade Police Department Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður. NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður.
NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Myndaveisla frá bardaganum við Luka „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25