Keypti skyrtu rétt fyrir útsendingu: „Er í veseni með brjóstin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 15:00 Eftir vandræði í aðdragandanum komst Kelce vel frá útsendingu gærkvöldsins. Hér er hann í skyrtunni frægu í gær. Getty Fyrrum sóknarlínumaðurinn Jason Kelce þreytti frumraun sína í umfjöllun um NFL-deildina á ESPN vestanhafs í gærkvöld en það var ekki áfallalaust. Hann gleymdi jakkafötunum sínum heima. Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira
Kelce var sóknarlínumaður hjá Philadelphia Eagles við góðan orðstír í áraraðir en ákvað að leggja skóna á hilluna eftir síðustu leiktíð. Margir sóttust eftir kröftum hans í sjónvarpsútsendingar í kringum NFL-deildina enda hefur hlaðvarp hans og bróður hans, Travis Kelce, sem leikur með Kansas City Chiefs, orðið gríðarlega vinsælt á skömmum tíma. ESPN samdi við Kelce fyrir nýhafna leiktíð í NFL-deildinni og hans fyrsta útsending var í kringum leik San Francisco 49ers og New York Jets sem fram fór í gærkvöld. Scott van Pelt kynnti Jason Kelce til leiks í frumraun hans með ESPN í gær. Þar rakti hann frábæran árangur Kelce innan vallar og sagði hann framtíðarmann í frægðarhöll NFL-deildarinnar. „Hafandi sagt það er Jason Kelce í skyrtu sem hann keypti í verslunarmiðstöð vegna þess að hann gleymdi að taka fötin sín með,“ sagði van Pelt. „Skyrtan passar yfir magann, ég er búinn að skafa aðeins af mér. En brjóstin mín eru í vandræðum,“ sagði Kelce léttur og augljóslega mátti sjá að skyrtan passaði ekki vel yfir brjóstkassa hans. 49ers unnu sterkan 32-19 sigur á Aaron Rodgers og félögum í Jets í gær, þrátt fyrir að vera án stjörnuleikmanns síns, Christian McCaffrey. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson munu fara yfir þann leik og allt það helsta í fyrstu umferð NFL-deildarinnar í Lokasókninni sem verður sýnd klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
NFL Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Sjá meira