Albert mætir fyrir dóm á fimmtudag Árni Sæberg skrifar 10. september 2024 13:25 Albert Guðmundsson gerir sér ferð frá Flórens til að vera viðstaddur aðalmeðferðina. vísir/vilhelm Aðalmeðferð í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag og föstudag. Albert kemur til landsins og mun gefa skýrslu fyrir dómi. Málið er ekki að finna á dagskrá héraðsdóms en þinghald í málinu er lokað. Albert er ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu á þrítugsaldri án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en upplýsingar um hvernig hann á að hafa gert það eru afmáðar í útgáfu ákærunnar sem fréttastofa fékk frá héraðsdómi. Neitar sök Verjandi Alberts neitaði sök fyrir hönd skjólstæðings síns þegar ákæran var þingfest í héraði þann 3. júlí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með því að aðalmeðferðin taki tvo daga vegna mikils fjölda vitna sem ákæruvaldið ætlar að kalla fyrir dóminn. Spilar ekki fyrir landsliðið en spilar fyrir stórlið Albert hefur ekki verið valinn í landslið Íslands í knattspyrnu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum, í samræmi við reglur Knattspyrnusambands Íslands Hann var í sumar keyptur til Fiorentina frá Genoa. Fiorentina greiðir átta milljónir evra, rúman milljarð króna, fyrir að fá Albert að láni og kaupverðið verður sautján milljónir evra, tæplega 2,6 milljarðar króna, gangi hann alfarið til liðs við Flórensliðið næsta sumar. Honum var úthlutuð treyja númer tíu á dögunum en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann hefur glímt við meiðsli á kálfa. Kynferðisofbeldi Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Málið er ekki að finna á dagskrá héraðsdóms en þinghald í málinu er lokað. Albert er ákærður fyrir að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við konu á þrítugsaldri án hennar samþykkis. Í ákærunni segir að Albert hafi beitt nauðung en upplýsingar um hvernig hann á að hafa gert það eru afmáðar í útgáfu ákærunnar sem fréttastofa fékk frá héraðsdómi. Neitar sök Verjandi Alberts neitaði sök fyrir hönd skjólstæðings síns þegar ákæran var þingfest í héraði þann 3. júlí. Samkvæmt heimildum fréttastofu er reiknað með því að aðalmeðferðin taki tvo daga vegna mikils fjölda vitna sem ákæruvaldið ætlar að kalla fyrir dóminn. Spilar ekki fyrir landsliðið en spilar fyrir stórlið Albert hefur ekki verið valinn í landslið Íslands í knattspyrnu á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum, í samræmi við reglur Knattspyrnusambands Íslands Hann var í sumar keyptur til Fiorentina frá Genoa. Fiorentina greiðir átta milljónir evra, rúman milljarð króna, fyrir að fá Albert að láni og kaupverðið verður sautján milljónir evra, tæplega 2,6 milljarðar króna, gangi hann alfarið til liðs við Flórensliðið næsta sumar. Honum var úthlutuð treyja númer tíu á dögunum en á enn eftir að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Hann hefur glímt við meiðsli á kálfa.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Tengdar fréttir Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55 Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21 Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Albert neitaði sök Ákæra á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot var þingfest í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Albert mætti ekki við þingfestinguna en samkvæmt heimildum Vísis neitaði verjandi hans sök fyrir hans hönd. 3. júlí 2024 12:55
Albert ákærður fyrir kynferðisbrot Ákæra hefur verið gefin út á hendur Alberti Guðmundssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, fyrir kynferðisbrot. 2. júlí 2024 10:21
Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50